Em­bættis­menn í Taí­van hafa biðlað til fólks um að hætta að breyta nafninu sínu í Lax eftir að um það bil 150 manns sóttu um slíka nafna­breytingu í kjöl­far ó­venju­legrar aug­lýsinga­her­ferðar. The Guardian greinir frá.

Taí­vönsk veitinga­staða­keðja bauð hverjum þeim við­skipta­vini sem sýnt gæti fram á skil­ríki sem inni­héldi orðin gui yu, kín­verska táknið fyrir lax, upp á ó­tak­markað sushi-hlað­borð á­samt fimm vinum.

Í Taí­van er leyfi­legt að breyta nafninu sínu allt að þrisvar sinnum en yfir­völdum var ekki skemmt og sögðu þetta bæði sóa tíma opin­berra starfs­manna og skapa ó­þarfa skrif­finsku.

Staðar­miðlar tóku við­töl við fólk sem hafði breytt nafninu sínu til að nýta sér til­boðið og sagðist einn þeirra hafa bætt táknunum Bao Cheng Gui Yu við nafn sitt og í kjöl­farið borðað frítt fyrir meira en 7000 taí­vanska dollara, and­virði rúm­lega 30.000 ís­lenskra króna. Bao Cheng Gui Yu mætti gróf­lega þýða sem Eld­fimur Myndar­legur Lax.

„Ég breytti for­nafninu mínu yfir í lax og tveir vinir mínir gerðu það líka. Við breytum bara nöfnunum okkar til baka eftir á,“ sagði kona í við­tali við taí­vanska sjón­varps­stöð.

Dag­blaðið United Daily News greindi frá því að einn íbúi hafi bætt allt að 36 nýjum táknum við nafnið sitt, flestum sjávar­tengdum, þar á meðal táknunum fyrir sæ­snigil, krabba og humar.