Fjölgun ráðherra og ráðuneyta og breytt skipulag ráðuneyta kostar 1.770 milljónir þetta kjörtímabil. Kostnaðurinn gæti orðið nokkru hærri ef nýta þarf svigrúm fyrir óvissu.
Þetta kemur fram í svari frá Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Helgu Völu Halgadóttur um kostnað við fjölgun ráðherra og breytingu á skipulagi ráðuneyta.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, flokksystir Helgu Völu, gagnrýndi á dögunum fjölgun ráðuneyta í pistli í Fréttablaðinu og ýjaði að því að fjölgun ráðuneyti væri vegna pólitískra hagsmuna flokkanna þriggja í ríkisstjórninni en ekki til að bæta stjórnsýslu.

Áætlaður heildarkostnaður á ári vegna nýs ráðherra auk aðstoðarmanna, ritara og bílstjóra er eftirfarandi:
- Nýr ráðherra 13 milljónir
- Tveir aðstoðarmenn 43 milljónir
- Ritari 14 milljónir
- Bílstjóri 14 milljónir
Áætlaður heildarkostnaður á ári vegna tveggja nýrra ráðuneyti er eftirfarandi:
- Stofnun ráðuneyta, laun starfsmanna, rekstrarkostnaður og húsaleiga 380 milljónir
- Kaup á búnaði og tækjum fyrsta árið 30 milljónir
- Óvissuþættir 40 milljónir
Ekki liggur endanlega fyrir hvar nýtt ráðuneyti verður til húsa og hefur því húsaleiga verið lauslega áætluð. Heildarfjárheimildin nemur 450 milljónum króna en óvíst er að nýta þurfi hana að fullu.
Áætlaður heildarkostnaður á ári vegna breyttrar skipunar ráðuneyta:
- Laun og rekstrarkostnaður 380 milljónir
- Kaup á búnaði 30 milljónir