Breytingar verða gerðar á sýnatöku hjá börnum átta ára og yngri þannig að sýni eru aðeins tekin frá munnholi í stað nefkoks

Þetta kemur fram í nýjum pistli frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á covid.is.

„Til þessa hefur þess verið krafist, að öll sýni séu tekin frá nefkoki og hefur það skapað mikinn ótta hjá börnunum og framkvæmdin verið erfið hjá þeim sem taka sýnin,“ skrifar Þórólfur.

Vegna útbreidda smita í samfélaginu undanfarið hafa sýnatökur hjá börnum, átta ára og yngri vegna COVID-19, verið umfangsmiklar undanfarnar vikur og mánuði. Börnin hafa þurft að fara í PCR próf vegna gruns um smit, til að losna úr sóttkví og eins þegar þau eru sett í smitgát með tveimur sýnatökum.

Breytingar á sýnatökum gilda bæði um hraðgreiningapróf og PCR próf að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að sýni tekin frá munnholi séu að öllu jöfnu ekki eins áreiðanlega og sýni tekin frá nefkoki en á þessu stigi faraldursins sé áhættan á falskri niðurstöður talin ásættanleg. Áfram verður hins vegar mælt með að sýni sé tekið frá nefkoki ef þess er kostur þegar barnið er með einkenni um Covid-19 smit.