Vís­bend­ing­ar eru uppi um að tals­verð breyt­ing sé á þeim hópi ferð­a­mann­a sem heim­sæk­ir Land­a­mann­a­laug­ar mið­að við í dag og svo fyr­ir 10 og 20 árum. Önnur þjóð­ern­i heim­sækj­a stað­inn í dag og má sjá að hóp­ur­inn met­ur hrein­a nátt­úr­u mik­ils en legg­ur einn­ig mikl­a á­hersl­u á ein­ver­u. Þá grein­ir hlut­fall ferð­a­mann­a frá trufl­un vegn­a þyrl­a og drón­a á svæð­in­u.

„Þett­a er svæð­i sem ég hef ver­ið að fylgj­ast með í 20 ár. Ég var þarn­a fyrst árið 2000, svo 2009 og svo aft­ur núna 2019. Þann­ig þett­a er því 20 ára tím­a­bil sem ég er með til skoð­un­ar. Mér finnst þett­a mjög mik­il­vægt í ljós­i þess hve þró­un­in er og að við vit­um ekki bara hver stað­an er í dag, held­ur hvern­ig hlut­irn­ir eru að þró­ast. Þess vegn­a hef ég í mín­um rann­sókn­um val­ið sömu stað­in­a til að kann­a og fylgj­ast með,“ seg­ir Anna Dóra Sæþ­órs­dótt­ir próf­ess­or í ferð­a­mál­a­fræð­i í HÍ í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið en fyr­ir rúmr­i viku síð­an kynnt­i hún frum­nið­ur­stöð­ur spurn­ing­a­könn­un­ar sum­ar­ið 2019 þar sem könn­uð voru þol­mörk ferð­a­mann­a við Land­mann­a­laug­ar og þær born­ar sam­an við þær sem hafa ver­ið gerð­ar áður.

Hún tek­ur fram að um sé að ræða frum­nið­ur­stöð­ur og úr­vinnsl­a sé enn í gang­i. Hún seg­ir að stefnt sé á að kynn­a verk­efn­ið í vor. Auk spurn­ing­a­könn­un­ar­inn­ar hafi hún tek­ið við­töl við um 20 manns sem hún eigi enn eft­ir að grein­a en munu varp­a enn frek­ar­a ljós­i á stöð­un­a við Land­a­mann­a­laug­ar.

Spurð hvort að breyt­ing­arn­ar hafi ver­ið mikl­ar á tím­a­bil­in­u seg­ir Anna Dóra þær ver­u­leg­ar þeg­ar lit­ið er til sam­setn­ing­u ferð­a­mann­a­hóps­ins, við­horf­a til nátt­úr­u og þjón­ust­u á svæð­in­u.

„Það eru önn­ur þjóð­ern­i núna í Land­mann­a­laug­um en fyr­ir 20 árum. Það eru líka færr­i Ís­lend­ing­ar í dag en voru 2009. Það var rétt eft­ir hrun og Ís­lend­ing­ar ferð­uð­ust meir­a inn­an­lands. Það eru færr­i Frakk­ar núna en fyr­ir 20 árum og fleir­i Ítal­ir og Band­a­ríkj­a­menn. Einn­ig fjölg­ar mjög í flokkn­um „önn­ur þjóð­ern­i“,“ seg­ir Anna Dóra.

Hún seg­ir að hún eigi eft­ir að grein­a þann hóp bet­ur en inn­an þess hóps séu til dæm­is Así­u­bú­ar.

Landmannalaugar eru ein fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.
Fréttablaðið/Vilhelm

Fleiri einstaklingar á ferð í dag en áður

Anna Dóra seg­ir að einn­ig megi sjá í nið­ur­stöð­um fækk­un á skip­u­lögð­um hóp­ferð­um.

„Það eru fleir­i ein­staklingar á ferð og þett­a er, held ég, al­mennt „trend“ í land­in­u. Það er ó­dýr­ar­a að taka bíl­a­leig­u­bíl í dag en var fyr­ir 20 árum og ferð­a­menn orðn­ir sjálf­stæð­ar­i og afla sér sjálf­ir upp­lýs­ing­a um stað­i. Þá þor­irð­u meir­a,“ seg­ir Anna Dóra.

Hvað varð­ar við­horf ferð­a­mann­a seg­ir hún að al­mennt megi sjá á fyrst­u nið­ur­stöð­um að þau séu á­nægð hvað varð­ar nátt­úr­un­a.

„Alls 95 prós­ent eru á­nægð eða mjög á­nægð með ís­lensk­a nátt­úr­u, 87 prós­ent með göng­u­stíg­a, 77 prós­ent með dvöl­in­a á svæð­in­u. Þann­ig það er al­mennt mik­il á­nægj­a,“ seg­ir Anna Dóra.

Fallegra og aðgengilegra

Hún seg­ir þó vera breyt­ing­u á því hvern­ig fólk upp­lif­ir svæð­ið.

„Þett­a er öðr­u­vís­i fólk sem er að koma núna en áður. Fólk­i þyk­ir þett­a mikl­u nátt­úr­u­legr­a svæð­i en áður og mað­ur hefð­i kannsk­i hald­ið að það mynd­i fara í hina átt­in­a, Svæð­ið þyk­ir enn þá fal­legr­a en áður, að­geng­i­legr­a og ör­ugg­ar­a en áður,“ seg­ir Anna Dóra.

Hún seg­ir að fólk grein­i þó minn­i kyrrð á svæð­in­u í dag en áður, og það sé lík­leg­a meir­i há­vað­i og að fleir­i upp­lif­i fjöl­menn­i á svæð­in­u í dag en hafi gert áður.

„Það eru fleir­i að upp­lif­a svæð­ið sem nátt­úr­u­legt og það eru fleir­i sem telj­a víð­ern­ið vera hlut­i af að­drátt­ar­afl­i svæð­is­ins sem kannsk­i end­ur­spegl­ar að þett­a er ann­ars kon­ar hóp­ur sem er að heim­sækj­a svæð­ið. Hóp­ur­inn er ekki að gera sömu kröf­ur og til dæm­is Frakk­ar gera til nátt­úr­unn­ar, held­ur er þett­a hóp­ur með minn­i kröf­ur,“ seg­ir Anna Dóra og bæt­ir við: „Menn eru að leggj­a ofs­a­leg­a mikl­a á­hersl­u á að geta upp­lif­að ó­spillt­a nátt­úr­u og ein­ver­u og mað­ur spyr sig hvort fólk sé að gera allt fyr­ir þess­a full­komn­u mynd fyr­ir sam­fé­lags­miðl­an­a en ég á eft­ir að kafa bet­ur ofan í þett­a.“

Hún seg­ir, sem dæmi, að ef leit­i mað­ur að mynd­um á Insta­gram af svæð­in­u megi sjá fólk still­a sér upp eitt á mynd.

„Það er meir­i á­hersl­a á fal­leg­a nátt­úr­u og fólk upp­lif­ir hana fal­legr­i en áður en því finnst ofs­a­leg­a mik­il­vægt að geta upp­lif­að ein­ver­u,“ seg­ir Anna Dóra.

Þá seg­ir hún á­hug­a­vert að í dag er mik­il á­hersl­a á góða göng­u­stíg­a og slíkt en minn­i á­hersl­a á auk­ið þjón­ust­u­stig, það er að bætt verð­i við hót­el­i og ann­ars kon­ar þjón­ust­u á svæð­in­u.

„2000 og 20009 ósk­uð­u fleir­i eft­ir aukn­u þjón­ust­u­stig­i. Reynd­ar ekki hót­el­i, en versl­un, en núna er þró­un­in í hina átt­in­a,“ seg­ir Anna Dóra.

Breyting er á því á milli ára hvernig fólk upplifir sig í Landmannalaugum.

Truflun vegna dróna og þyrla

Þá seg­ir hún á­hug­a­vert að líta til þeirr­a at­rið­a sem ekki voru könn­uð áður, en í ár bætt­i hún inn spurn­ing­u um flug­um­ferð á svæð­in­u, það er þyrl­ur og drón­a, og spurð­i hvort það hafi á­hrif á upp­lif­un fólks á svæð­in­u.

„Sex­tán prós­ent telj­a drón­a trufl­a upp­lif­un á svæð­in­u og níu prós­ent kvart­a und­an þyrl­u­um­ferð,“ seg­ir Anna Dóra.

Eins og fyrr seg­ir er um að ræða frum­nið­ur­stöð­ur en bú­ast má við því að lok­a­nið­ur­stöð­ur verð­i kynnt­ar á næst­a ári.