Sæ­unn Magn­ús­dótt­ir for­mað­ur ÍBV seg­ir að mál tröll­skess­ann­a á þrett­ánd­a­við­burð­i fé­lags­ins sé enn í vinnsl­u inn­an fé­lags­ins. Mik­ið hef­ur ver­ið rætt um skess­urn­ar í fjöl­miðl­um síð­ust­u daga en önn­ur þeirr­a var klædd eins og ar­ab­i og var merkt Heim­i Hall­gríms­syn­i og hin var nefnd Edda Flak, eft­ir bar­átt­u­kon­unn­i Eddu Fal­ak.

„Við get­um ekki tek­ið aft­ur það sem er búið og gert en við get­um bætt okk­ur til fram­tíð­ar og það er það sem við mun­um gera. Verk­ferl­arn­ir verð­a bætt­ir og pass­að upp á að svon­a lag­að ger­ist ekki aft­ur,“ seg­ir Sæ­unn.

Hún seg­ir að frá því hún muni eft­ir sér hafi skemmt­un­in og skess­urn­ar ver­ið með þess­um hætt­i en að tím­arn­ir og við­horf­in í sam­fé­lag­in­u breyt­ist og að þau þurf­i að skoð­a það hvort þau þurf­i að breyt­ast með.

„Það er vinn­a sem fer í gang núna.“

Edda Fal­ak hef­ur ekki svar­að fyr­ir­spurn Frétt­a­blaðs­ins eða sím­töl­um en hún kall­að­i eft­ir því á Twitt­er í gær að hún yrði beð­in af­sök­un­ar og gagn­rýnd­i að fram­kvæmd­a­stjór­inn segð­ist ekki hafa vit­að af því að nafn henn­ar væri á tröll­in­u þeg­ar hann hafð­i séð það kvöld­ið fyr­ir þrett­ánd­ann.

Edda skrifaði Twitter færslu fyrir skemmstu. Þar deilir hún frétt blaðsins af málinu og segist ekkert hafa heyrt í forsvarsmönnum ÍBV.

Stefna á að tala við Eddu

Sæ­unn seg­ir að fé­lag­ið hafi beð­ist af­sök­un­ar op­in­ber­leg­a en að þau stefni einn­ig á það að tala við Eddu. Spurð hvort að þau ætli að bjóð­a henn­i á fund eða hringj­a seg­ir hún það enn ó­á­kveð­ið.

„Við höf­um ekki heyrt í henn­i beint en við mun­um ræða við hana.“

En hin skess­an var ein­hvers kon­ar ar­ab­i?

„Nei, hún var Heim­ir og ef bet­ur var að gáð stóð á henn­i Co­ach Heim­ir. Hún var í lands­liðs­treyj­u fyr­ir nokkr­um árum og var núna í mið­aust­ur­land­a-föt­um því hann var að þjálf­a í Kat­ar.“

En finnst þér það van­virð­ing við þau sem koma frá Mið­aust­ur­lönd­um?

„Ekki frek­ar en að hann hefð­i ver­ið í ÍBV, Vals­bún­ing eða ís­lensk­a lands­liðs­bún­ingn­um eða ein­hverj­um öðr­um bún­ing. Þett­a var glens og átti að bein­ast að tröll­a­út­gáf­unn­i að Heim­i. Ég held að það hafi eng­inn tek­ið hugs­un­in­a svon­a langt.“

Sæ­unn seg­ir að tröll­in breyt­ist allt­af frá ári til árs en að þau muni end­ur­skoð­a það hvern­ig þau verð­a að ári og að mög­u­leg­a verð­i þær ekki nefnd­ar eft­ir nein­um.

„En tröll­in okk­ar fara ekki neitt. Ekki þess­ar kynj­a­ver­ur.“

Spurð um breytt verk­lag og hvort það verð­i fræðsl­a um minn­i­hlut­a­hóp­a og for­dóm­a seg­ir Sæ­unn að fé­lag­ið vilj­i koma vel fram við ná­ung­ann og sýna góða og í­þrótt­a­manns­leg­a hegð­un og að þau þurf­i að vand­a sig al­mennt.