Unnið er nú að því að breyta smit­sjúk­dóma­deild Land­spítalans að far­sóttar­einingu sem mun að­eins sinna Co­vid-19 sjúk­lingum.

Í til­kynningu frá Land­spítalanum segir að á­kvörðunin kalli á um­fangs­mikla flutninga annarra sjúk­linga en gert er ráð fyrir að flutningunum ljúki í kvöld.

„Við erum að vinna í flutningunum í þessum töluðu orðum,“ segir Már Kristjáns­son, yfir­læknir á smit­sjúk­dóma­deild, og að staðan sé erfið á spítalanum. Hann segir tvennt skipta þar mestu máli en það er að spítalinn sé fullur af sjúk­lingum en svo séu vetrar­frí í grunn­skólum á höfuð­borgar­svæðinu og vegna þess hafi gengið illa að fá fólk til vinnu.

„Þetta hittir á okkur á sér­lega vondum tíma,“ segir Már.

Alls kyns pestir að ganga

Hann segir að far­aldrinum sé ekki lokið og það sjáist á sam­fé­lags­tölum um smit sem greinast innan­lands á hverjum degi en í gær greindust 80 innan­lands og hefur fjöldinn verið um það leyti síðustu daga.

Már segir að auk þess að glíma við Co­vid þá sé vaxandi þungi í öðrum öndunar­færa­sýkingum í sam­fé­laginu sem kemur sér­stak­lega illa við yngra fólkið því nú eru tveir ár­gangar að sjá alls kyns pestir í fyrsta sinn eins og RS, adenó og r­hino og því sé núna ó­vana­lega mikið álag á Barna­spítalanum. Hann segir að for­eldra ungra barna og ömmur og afar séu lík­leg til að grípa þessar pestir frá börnunum.

„Og við erum að súpa seyðið af því,“ segir Már að lokum.

Deildin í sóttkví

Í gær greindust fjórir sjúk­lingar á hjarta-, lungna og augn­skurð­deild smitaðir af Co­vid og er deildin í sótt­kví næstu daga og lokað fyrir inn­lagnir. Fram kemur í til­kynningu að búast megi við því að fyrir­huguðum skurð­að­gerðum verði frestað vegna þessa en, eins og áður, er bráða­að­gerðum sinnt.

Land­spítali er á ó­vissu­stigi en það er til stöðugrar endur­skoðunar eftir því sem á­hrifum far­aldursins á spítalann vindur fram.