Donald Trump Bandaríkjaforseti kvartaði opinberlega um skort á vatnsafli í sturtum í gær og sagði hárþvott sinn ganga brösuglega. Brugðist var við kvörtuninni í dag með því að leggja til að reglugerðum um vatnsþrýsting í sturtum verði breytt.

Fullkomið hár

Donald Trump hefur ósjaldan rakið raunir sínar um misheppnaðar sturtuferðir og segir ljóst að vatnið komi ekki nógu hratt úr sturtuhausnum. „Hvað á maður að gera? Á maður bara að standa þarna lengur eða vera lengur í sturtu?“ velti forsetinn fyrir sér.

„Ég veit ekki með ykkur en hárið mitt verður að vera fullkomið,“ bætti hann við.

Ríkisstjórn Trump lagði fram þá tillögu að sturtuhausar sem auka vatnsafl yrðu leyfðir héðan í frá. Gangi það í gegn yrði mögulegt að komast hjá reglum um hámarksnotkun vatns í sturtu, sem eru nú 90 lítrar á mínútu í Bandaríkjunum.

Skref aftur á bak

Ekki virðast allir vera sammála forsetanum í þetta skipti. Umhverfisstofnanir hafa bent á að það sé öllum til bóta að varðveita vatn og þá orkugjafa sem hita það upp.

Þá hafa háværar raddir mótmælt tillögu ríkisstjórnarinnar. Neytendahópar telja núverandi reglur spara neytendum peninga með því að fara vel með vatn og orku. 

Donald Trump hefur sterkar skoðanir á sturtuhausum.