Haft er eftir em­bættis­manni innan for­sætis­ráðu­neytis Bret­lands að Brexit-sam­komu­lag sé í grund­vallar­at­riðum ó­mögu­legt eftir að Boris John­son og Angela Merkel, kanslari Þýska­lands, töluðu saman fyrr í dag.

John­son er sagður hafa rætt til­lögur sína um út­göngu Breta úr Evrópu­sam­bandinu við kanslarann og að hún hafi gert honum ljóst að ekki væri lík­legt að sam­komu­lag myndi nást sem væri byggt á þeim til­lögum. Hún á einnig að hafa sagt að sam­komu­lag muni aldrei nást nema að Norður-Ír­land verði á­fram innan tolla­banda­lagsins.

Tals­maður Merkel vildi ekkert stað­festa um inni­hald sam­tals þeirra og sagði að þau gæfu ekkert um um trúnaðar­sam­töl.

For­seti Evrópu­sam­bandsins, Donald Tusk, setti færslu á Twitter-reikning sinn sem er beint til for­sætis­ráð­herra Bret­lands. Hann sagði að það sem væri í húfi væri ekki að sigra í ein­hverjum „heimsku­legum á­sakana-leik“. Hann sagði fram­tíð Evrópu og Bret­lands í húsi, auk öryggis og hags­muna íbúa al­mennings.

Boris John­son hefur krafist þess að Bretar gangi úr sam­bandinu við enda mánaðarins, sama hvort það verði með samning eða ekki. Þrátt fyrir laga­setningu sem sam­þykkt var á breska þinginu í síðasta mánuði þar sem þess er krafist að hann óski lengri frestar ef breska þingið skrifi ekki undir út­göngu­samning fyrir 19. októ­ber, eða laugar­daginn í næstu viku.

John­son sendi sam­bandinu nýjar til­lögur um út­göngu í síðustu viku. En þeim hefur ekki verið vel tekið og eru ekki taldar lík­legar til að hafa nokkur á­hrif á stöðuna.

Fjallað er um málið á vef BBC.