Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur samþykkt að Brexit án samnings sé möguleiki en að það verði aðeins samþykkt af leiðtogum Evrópuríkjanna ef breskir þingmenn samþykki þriðju tillögu forsætisráðherra Bretland, Theresu May, um útgöngu sem verði lögð fyrir þingið í næstu viku.

Tusk barst formlegt bréf frá May í dag þar sem hún bað um þriggja mánaða frest á Brexit eins og ákvæði 50 heimilar að hún geri. Hann viðurkenndi að eftir að hann las bréfið og ræddi stuttlega við May í símann að vel heppnuð útganga núna væri „viðkvæm, ef ekki blekkjandi“.

Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í færslu á Twitter að bréfið frá May til Tusk hafi ekki leyst nein vandamál. Ef að Evrópuráðið ætti að taka ákvörðun um að fresta útgöngu fyrir Breta þyrftu þau að vita að hverju þau stefndu betur.

Ræða frestun á morgun

Tusk hefur þó sagt að Evrópusambandið muni, þar til á síðustu stundu, reyna að koma í veg fyrir að Bretland „hrynji“ án samnings og muni sýna þeim bæði góðvild og þolinmæði þrátt fyrir mikla „Brexit-þreytu“ í höfuðborgum Brussel og London.

Leiðtogar 27 Evrópusambandsríkjanna munu hittast á morgun og talið er líklegt að þau muni samþykkja á morgun að Bretar fái frest til 23 . maí eða til 30. júní fái May þingmenn breska þingsins til að samþykkja tillögu sína.

Þó telja einhverjir að ekki sé hægt að veita lengri frest en til 23. maí, því þá fari fram kosningar til Evrópuþingsins og verði Bretar ekki farnir úr sambandinu muni enn þurfa að kjósa fulltrúa þeirra á þingið. Aðrir telja þó að þess þurfi ekki ef að tillaga verður samþykkt um að Bretar muni fara úr sambandinu áður en nýtt þing kemur saman þann 1. Júlí.

Tusk segir að þetta verði allt rætt á fundi leiðtoganna á morgun. Hann greindi frá því að hann myndi kalla leiðtogana aftur saman ef að þingið samþykki ekki tillögu May í næstu viku.

Greint er frá á BBC og á Guardian.