Bílar

Brexit eyðir 1.000 störfum hjá Jaguar Land Rover

Sala Jaguar bíla hefur minnkað um 26% það sem af er ári og sala á Land Rover bílum með dísilvélar hefur til dæmis minnkað um 20% á heimamarkaðnum í Bretlandi.

Land Rover bílar í röðum.

Jaguar Land Rover mun leggja niður um 1.000 störf í verksmiðjum sínum í Solihull og Castle Bromwich og að sögn forsvarsmanna bílaframleiðandans er það vegna Brexit og aukinnar skattlagningar á dísilknúna bíla. Sala bíla Jaguar Land Rover sem framleiddir eru í þessum tveimur verksmiðjum hefur fallið vegna þessara tveggja þátta og því eru þessar aðgerðir Jaguar Land Rover nauðsynlegar. Í þriðju verksmiðju Jaguar Land Rover í Halewood í Bretlandi verður framleiðsla minnkuð fljótlega vegna minni eftirspurnar. 

Sala Jaguar bíla hefur minnkað um 26% það sem af er ári og sala á Land Rover bílum með dísilvélar hefur til dæmis minnkað um 20% á heimamarkaðnum í Bretlandi. Ástæða minnkandi sölu á dísilknúnum bílum Land Rover er hræðsla kaupenda við bönn eða aukna skattlagningu á dísilknúna bíla og á það við kaupendur í mörgum löndum heims. Bílasala í Bretlandi hefur minnkað umtalsvert frá ákvörðun bresku þjóðarinnar að yfirgefa Evrópusambandið, sem kennt er við Brexit.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

53% kaupenda í BNA er sama hvar bíllinn er smíðaður

Bílar

Vinsælustu bílar hvers Evrópulands

Bílar

Volkswagen sló metið upp Pikes Peak

Auglýsing

Nýjast

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Auglýsing