Bílar

Brexit eyðir 1.000 störfum hjá Jaguar Land Rover

Sala Jaguar bíla hefur minnkað um 26% það sem af er ári og sala á Land Rover bílum með dísilvélar hefur til dæmis minnkað um 20% á heimamarkaðnum í Bretlandi.

Land Rover bílar í röðum.

Jaguar Land Rover mun leggja niður um 1.000 störf í verksmiðjum sínum í Solihull og Castle Bromwich og að sögn forsvarsmanna bílaframleiðandans er það vegna Brexit og aukinnar skattlagningar á dísilknúna bíla. Sala bíla Jaguar Land Rover sem framleiddir eru í þessum tveimur verksmiðjum hefur fallið vegna þessara tveggja þátta og því eru þessar aðgerðir Jaguar Land Rover nauðsynlegar. Í þriðju verksmiðju Jaguar Land Rover í Halewood í Bretlandi verður framleiðsla minnkuð fljótlega vegna minni eftirspurnar. 

Sala Jaguar bíla hefur minnkað um 26% það sem af er ári og sala á Land Rover bílum með dísilvélar hefur til dæmis minnkað um 20% á heimamarkaðnum í Bretlandi. Ástæða minnkandi sölu á dísilknúnum bílum Land Rover er hræðsla kaupenda við bönn eða aukna skattlagningu á dísilknúna bíla og á það við kaupendur í mörgum löndum heims. Bílasala í Bretlandi hefur minnkað umtalsvert frá ákvörðun bresku þjóðarinnar að yfirgefa Evrópusambandið, sem kennt er við Brexit.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Meiri sala Citroën en minni hjá Peugeot

Bílar

Nýr BMW 7 með risagrilli

Bílar

Frönsk yfirvöld vilja Ghosn frá Renault

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing