Bílar

Brexit eyðir 1.000 störfum hjá Jaguar Land Rover

Sala Jaguar bíla hefur minnkað um 26% það sem af er ári og sala á Land Rover bílum með dísilvélar hefur til dæmis minnkað um 20% á heimamarkaðnum í Bretlandi.

Land Rover bílar í röðum.

Jaguar Land Rover mun leggja niður um 1.000 störf í verksmiðjum sínum í Solihull og Castle Bromwich og að sögn forsvarsmanna bílaframleiðandans er það vegna Brexit og aukinnar skattlagningar á dísilknúna bíla. Sala bíla Jaguar Land Rover sem framleiddir eru í þessum tveimur verksmiðjum hefur fallið vegna þessara tveggja þátta og því eru þessar aðgerðir Jaguar Land Rover nauðsynlegar. Í þriðju verksmiðju Jaguar Land Rover í Halewood í Bretlandi verður framleiðsla minnkuð fljótlega vegna minni eftirspurnar. 

Sala Jaguar bíla hefur minnkað um 26% það sem af er ári og sala á Land Rover bílum með dísilvélar hefur til dæmis minnkað um 20% á heimamarkaðnum í Bretlandi. Ástæða minnkandi sölu á dísilknúnum bílum Land Rover er hræðsla kaupenda við bönn eða aukna skattlagningu á dísilknúna bíla og á það við kaupendur í mörgum löndum heims. Bílasala í Bretlandi hefur minnkað umtalsvert frá ákvörðun bresku þjóðarinnar að yfirgefa Evrópusambandið, sem kennt er við Brexit.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Audi og SAIC reisa rafmagns-bílaverksmiðju í Kína

Bílar

Rafknúinn London Taxi í París

Bílar

Hressir bílar og enn hressari forstjóri

Auglýsing

Nýjast

Ferðalangar sýni aðgát í dag

Stal bíl og ók inn í Seljakjör

Stúlkurnar þrjár fundnar

Leitað að þremur 15 ára stúlkum frá Selfossi

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Spá allt að 40 metrum á sekúndu

Auglýsing