Bílar

Brexit eyðir 1.000 störfum hjá Jaguar Land Rover

Sala Jaguar bíla hefur minnkað um 26% það sem af er ári og sala á Land Rover bílum með dísilvélar hefur til dæmis minnkað um 20% á heimamarkaðnum í Bretlandi.

Land Rover bílar í röðum.

Jaguar Land Rover mun leggja niður um 1.000 störf í verksmiðjum sínum í Solihull og Castle Bromwich og að sögn forsvarsmanna bílaframleiðandans er það vegna Brexit og aukinnar skattlagningar á dísilknúna bíla. Sala bíla Jaguar Land Rover sem framleiddir eru í þessum tveimur verksmiðjum hefur fallið vegna þessara tveggja þátta og því eru þessar aðgerðir Jaguar Land Rover nauðsynlegar. Í þriðju verksmiðju Jaguar Land Rover í Halewood í Bretlandi verður framleiðsla minnkuð fljótlega vegna minni eftirspurnar. 

Sala Jaguar bíla hefur minnkað um 26% það sem af er ári og sala á Land Rover bílum með dísilvélar hefur til dæmis minnkað um 20% á heimamarkaðnum í Bretlandi. Ástæða minnkandi sölu á dísilknúnum bílum Land Rover er hræðsla kaupenda við bönn eða aukna skattlagningu á dísilknúna bíla og á það við kaupendur í mörgum löndum heims. Bílasala í Bretlandi hefur minnkað umtalsvert frá ákvörðun bresku þjóðarinnar að yfirgefa Evrópusambandið, sem kennt er við Brexit.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Höldur frumsýnir Kia Stinger og Stonic

Bílar

Verksmiðja Tesla keyrð allan sólarhringinn

Bílar

Ford, Nissan og Ford tapa sölu í Evrópu

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Helsta á­hyggju­efnið ef eitt púsl týnist

Innlent

Lög­regla leitar enn leigu­bíl­stjórans

Erlent

8.000 vélar með eins hreyfil

Fréttir

Sveitar­stjóri Norður­þings leiðir lista Sjálf­stæðis­flokks

Menntun

Íslendingur fær námsstyrk frá Bill Gates og frú

skák

Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann

Auglýsing