Breskur maður, sem starfaði fyrir sendi­ráð landsins í Ber­lín í Þýska­landi, var hand­tekinn í gær vegna gruns um njósnir fyrir Rúss­land. Hann er sakaður um að hafa látið rúss­nesku leyni­þjónustunni í té gögn „að minnsta kosti einu sinni“ gegn „ó­þekktri fjár­hæð.“

Frá þessu greinir BBC.

Sak­sóknarar í Ber­lín hafa einungis greint frá fyrra nafni mannsins í sam­ræmi við þýsk per­sónu­verndar­lög og heitir hann David S og er 57 ára gamall. Hann var hand­tekinn í Pots­dam í ná­grenni Ber­línar í gær og leitað var á heimili hans og vinnu­stað. Hand­takan er af­rakstur sam­eigin­legrar rann­sóknar breskra og þýskra yfir­valda, þar á meðal hryðju­verka­deildar bresku lög­reglunnar. Þýska lög­reglan fer með um­sjón málsins.

Hand­takan er ekki til þess fallin að bæta sam­skipti Þýska­lands og Rúss­lands en þau hafa verið erfið undan­farin ár. Í síðasta mánuði heittu Angela Merkel Þýska­lands­kanslari og Joe Biden Banda­ríkja­for­seti því að standa saman gegn „á­sókn Rússa.“