Sérfræðingar í Bretlandi búast við að tilfellum af apabólu gæti fjölgað síðar í dag þegar nýjustu tölur verða birtar. Eins og fram kemur í frétt BBC sé þetta ekki vegna aukinnar smithættu heldur þar sem unnið sé nú markvisst að því að leita að og skrá tilfelli af sjúkdóminum þar í landi.

Breska heilsuverndunarstofnunin (UKHSA) hefur gefið út að þeir sem komist hafa í snertingu við aðila sem smitaðist af apabólu og byrja að finna fyrir einkennum ættu að einangra sig í 21 dag.

Tilfelli apabólu eru nú 20 í Bretlandi.

Sjúkdómurinn sem smitast með náinni snertingu og þá sérstaklega kynmökum er ekki talinn lífshættulegur og að einkenni eigi að líða hjá á 14-21 degi frá því þau fyrst koma fram.

Bresk heilbrigðisyfirvöld biðja alla einstaklinga sem finna fyrir einkennum að gefa sig fram.

Breska heilbrigðisstofnunin UKHSA hefur einnig greint frá því að smit séu að greinast í miklum mæli í samkynhneigðum einstaklingum.

Erfitt er þó að segja til um hvers vegna sjúkdómurinn herji frekar á þessa einstaklinga en aðra.

„Við mælum með að allir sem stunda kynlíf með mörgum mismunandi aðilum eða eiga náið reglubundið samneyti við einstaklinga sem þau ekki þekkja ættu að stíga fram ef þeir taka eftir einkennum“ Segir Susan Hopkins heilbrigðissérfræðingur innan UKHSA.