Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, mun síðar í dag kynna til­slakanir á sam­komu­tak­mörkunum í Bret­landi en út­göngu­bann hefur verið í gildi þar í landi frá því í byrjun janúar. Ríkis­stjórnin mun funda um málið og hefur verið boðað til blaða­manna­fundar klukkan 19 að ís­lenskum tíma.

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið verður reglunum af­létt í á­föngum þar sem fyrstu af­léttingarnar verða í mars en fyrsti á­fanginn er í tveimur hlutum og snýr þar að sam­komu­tak­mörkunum og skóla­haldi. Fjögur skil­yrði verða sett í öllum á­föngum.

Þannig þarf bólu­setningar­á­ætlun yfir­valda að standast, rann­sóknir sýna að bólu­efnin dragi úr al­var­legum veikindum og and­látum, fjöldi nýrra smita ógni ekki fjölda inn­lagna á spítala, og ný af­brigði veirunnar ógni ekki af­léttingu sam­komu­tak­markanna.

Fleiri mega koma saman

Til að byrja með munu tóm­stundir og í­þróttir barna sem fara fram utan­dyra vera leyfi­legar á ný auk þess sem tveir mega koma saman í al­mennings­rýmum frá og með 8. mars. Á sama tíma og skólar opna á ný verður svig­rúm inni í reglunum til að gera ráð fyrir sýna­töku og öðru sem gæti komið upp.

Frá og með 29. mars mega síðan allt að sex manns, eða tvö heimili, koma saman utan­dyra auk þess sem í­þróttar­að­stöður full­orðna utan­dyra, til að mynda tennis- og körfu­bolta­vellir, mega opna á ný. Skipu­lagðar í­þróttir barna og full­orðna verða sömu­leiðis heimilar.

Þá er einnig gert ráð fyrir því að fólk megi ferðast utan síns svæðis en lík­legt er að það verði þó ekki ráð­lagt og að mælst verði gegn því að fólk dvelji þar yfir nótt.

Nánar verður farið yfir til­slakanir á blaða­manna­fundinum en Johnson segir markmiðið vera að koma börnum aftur í skóla og koma ástvinum saman á ný.