Boris John­son hefur lofað að styðja bæði Finn­land og Sví­þjóð gegn mögu­legri ógn frá Rússum. Hann ferðaðist til beggja landanna í dag til þess að undir­rita öryggis­samning sem ríkin gerðu. Bæði Finn­land og Sví­þjóð í­huga um­sókn um aðild að NATO. The Guar­dian greinir frá þessu.

Á blaða­manna­fundi með Magda­lenu Ander­son sagði John­son að gerð og um­fang stuðningsins myndi ráðast af því sem Sví­þjóð myndi óska eftir, ef kæmi til þeirrar ógnar sem Svíar óttast af Rússum.

Samningarnir sem for­sætis­ráð­herrar Bret­lands og Sví­þjóðar og for­seti Finn­lands undir­rituðu kveða á um að ef annað landanna stæði frammi fyrir ógn eða ham­förum myndu þau að beiðni frá við­komandi landi að­stoða hvert annað á marg­vís­legan hátt, það gæti falið í sér hernaðar­að­gerðir.

John­son stað­festi á blaða­manna­fundi með Sauli Niini­stö, for­seta Finn­lands, að löndin myndu að­stoða hvort annað á ýmis­legan hátt. „Við munum koma hvort öðru til að­stoðar, þar á meðal með hernaðar­að­stoð,“ sagði John­son.

Rússar hafa hótað al­var­legum af­leiðingum fyrir Finn­land og Sví­þjóð ef þau kjósa að ganga inn í NATO.