Erlent

Bretar ætla að reka 23 diplómata úr landi

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um ýmsar refsiaðgerðir gegn Rússum á þingi í dag. Hún hyggst reka 23 rússneska diplómata úr landi, auk ýmissa annarra refsiaðgerða. Rússneskt eitur var notað til að eitra fyrir Skripal.

Theresa May, forsætisráðherra Bretland á leið í spurningatíma á þingi í dag EPA/Will Oliver

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í yfirlýsingu á þingi í dag að hún hyggst reka 23 rússneska diplómata úr landi. 

Sjá einnig: May boðar refsi­að­gerðir gegn Rússum

Það gerir hún í kjölfar þess að upp komst að eitrið sem notað var til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, fyrir rúmlega viku síðan var búið til í Rússlandi. Bresk yfirvöld komust að því að taugaeitrið sem var notað til að eitra fyrir þeim, sem kallast novichok, eða nýliðinn á íslensku, var búið til í Rússlandi á 8. eða 9. áratugnum.

May sagði einnig í yfirlýsingu sinni að Bretland muni styrkja varnir sínar betur gegn fjandsamlegum aðgerðum Rússa. Þau muni frysta rússneskar eignir, þar sem vísbendingar eru um ógnir. Einnig munu þau takmarka þátttöku sína í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta, sem fer fram nú í sumar í Rússlandi.

Fram kemur á Reuters að Rússar þvertaka fyrir aðild að árásinni, og segja aðgerðir May „ólíðandi, óréttmætar og skammsýnar“.

Sjá einnig: Rússar krefjast sönnunar að eitrið sé þeirra

Skripal-feðgin liggja enn meðvitundarlaus á spítala eftir að hafa komist í tæri við eitrið í Salisbury.Feðginin fundust meðvitundarlítil fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á Englandi sunnudaginn 4. mars. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

May boðar refsi­að­gerðir gegn Rússum

Erlent

Rússar krefjast sönnunar að eitrið sé þeirra

Erlent

Skripal-leik Rússa og Breta fram haldið

Auglýsing

Nýjast

Umhverfismál

IKEA kol­efnis­jafnar starf­semi sína á Ís­landi

Innlent

Eldur í flugeldhúsi Icelandair

Innlent

Fleiri horfðu á Ís­land spila við Argentínu en Eng­land

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Auglýsing