Amelie Osborn-Smith, átján ára bresk kona, liggur nú á sjúkrahúsi í Sambíu eftir að hafa þurft að glíma við krókódíl í Zambezi ánni.

Amelie var í flúðasiglingaferð þegar hún stakk sér til sunds í hádegispásu ásamt öðrum í skólahópnum hennar. Leiðsögumennirnir töldu svæðið vera öruggt og vissu ekki af krókódílnum fyrr en hann beit ungu konuna í fótinn.

Amelie sýndi ótrúlega þrautseigju og barðist við krókódílinn þar til leiðsögumennirnir náðu að draga hana aftur um borð í bátinn.

Kom þá í ljós að Amelie hafði farið úr mjaðmalið og misst mikið blóð. Hún var flutt með sjúkraþyrlu á næsta sjúkrahús og þurfti að gangast und­ir fjölda aðgerða en mik­il sýk­ing­ar­hætta er af krókó­díla­bit­um.

Faðir Amelie greinir í samtali við The Guardian að viðbragðsaðili um borð í þyrlunni hafi sagt hana vera einstaklega hugrakka unga konu. Hún hafi ekki einu sinni fellt tár þegar viðbragðsaðilar beittu skyndihjálp.

Sjúkrahúsið í Sambíu birti þetta myndband í dag þar sem spjallað er við ungu konuna.