Breskur sauðfjárbóndi, John Wood, hefur fengið tveggja ára nálgunarbann samþykkt á vegan aktívista, Emmu Christoforakis, sem hafði ítrekað áreitt hann og fjölskyldu hans undanfarna átta mánuði. Christoforakis sem er að eigin sögn herskár vegan aktívisti hótaði Wood lífláti og áreitti hann eftir að hann stofnaði Facebook síðuna„Meat & Greet British Farming“ sem vekur athygli á breskum landbúnaði.

Var Wood reglulega áreittur af konunni á opinberum landbúnaðarviðburðum og kallaði hún fjölskyldu hans morðingja.

John Wood, sem með um 8.000 kindur á bæ sínum í Dorset, sagði í samtali við Daily Telegraph að kalla hefði þurft meðal annars til sprengjuleitarmanna til að kanna traktora hans vegna hótana frá reiðum vegan aktívistum.

Má Christoforakis ekki vera nær landaregin Wood en í tæplega 200 metra fjarlægð næstu tvö árin.