Þingmenn breska Íhaldsflokksins vinna nú að því að reyna koma Boris Johnson, forsætisráðherra, frá.

Framganga Johnson undanfarið hefur ekki farið framhjá mörgum en samkvæmt heimildum The Guardian er hópur þingmanna nú að vinna að áætlun um að koma honum frá völdum.

Johnson játaði nýlega að hafa brotið sóttvarnir síðasta sumar, þegar hörðustu sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir í Bretlandi, og hefur hann verið hvattur til að segja af sér vegna málsins.

Samkvæmt heimildum Guardian hafa tuttugu vantraustsyfirlýsingar verið lagðar fram en til þess að málið fari í atkvæðagreiðslu þarf 54.

Þá hefur Guardian einnig eftir þingmönnum flokksins að Johnson átti sig ekki á alvarleika málsins og stöðunnar sem upp er komin.

Johnson steig sjálfur fram í viðtali í gær þar sem hann hafnaði fullyrðingum um að hann hafi vitað að veislan væri brot á sóttvarnareglum áður en hún fór fram.

Johnson hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið.
Fréttablaðið/EPA-EFE