Breski herinn hefur í allan morgun verið að keyra á milli spítala í Lundúnum með nauð­syn­legan hlífðar­búnað fyrir heil­brigðis­starfs­fólk. Hlífðar­búnaðurinn er nauð­syn­legur svo heil­brigðis­starfs­fólk getir sinnt sjúklingum sem eru smitaðir af COVID-19 án þess að óttast um eigin heilsu.

Breskir fjöl­miðlar hafa fjallað mikið um skort á hlífðar­búnaði í landinu síðustu daga. Heil­brigðis­starfs­fólk breska heilbrigðiskerfisins hafa verið afar ósátt með hæg viðbrögð við vandanum. Starfsmaður heilbrigðiskerfisins, sagði í sam­tali við frétta­vef BBC að það væri komin hættu­legur skortur á hlífðar­búnaði fyrir sjúkra­liða og lækna.

Lætur heilbrigðisstarfsfólk líða eins og „byssufóður“

Einn læknir sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði í samtali við BBC án þess að hafa hlífðarbúnað líður heil­brigðis­starfs­fólki eins og „byssufóður“. Annar læknir sagði einnig í sam­tali við BBC að skortur á grímum, svuntum, hönskum og öðrum hlífðar­búnaði í Bret­landi væri langt undir við­miðum al­þjóð­lega heil­brigðis­mála­stofnuninnar.

For­maður breska lækna­fé­lagsins, Dr. Rinesh Parmar, sagði að læknum „líður eins lömb á leið til slátrunar“ meðan þeir geta ekki varið sig gegn veirunni. Til að mæta þessum skorti hefur breski herinn verið kallaður út til þess að koma nauðsynlegum hlífðarbúnaði á spítala í höfuðborginni.