Jeremy Hunt fjár­mála­ráð­herra Bret­lands kynnti fjár­lög landsins fyrir neðri deild breska þingsins í há­deginu í gær. Um er að ræða fyrstu fjár­lög ríkis­stjórnar Rishi Sunak sem tók við em­bætti í lok októ­ber síðast­liðinn.

Hunt sagði efna­hag Bret­lands á upp­leið og verð­bólgu landsins á niður­leið. Bretar væru að snúa við efna­hags­lægri lægð síðustu mánaða. Fjár­mála­ráðu­neytið býst við því að verð­bólga landsins verður komin niður í 2,9% fyrir árs­lok.

Það vakti hins vegar mikla kátínu meðal þing­manna þegar Hunt á­kvað að slá skjald­borg um krana­bjórinn í Bret­landi er hann til­kynnti að skattar og á­lögur á bjór munu ekki hækka frá og með 1. ágúst á þessu ári. Hann kallaði að­gerðirnar „af­töppunar – að­stoð“ og bætti við að þetta væri ein af þeim að­gerðum sem Bret­land gæti ráðist í þar sem landið væri ekki lengur í Evrópu­sam­bandinu.

„Frá og með 1. ágúst verða skattar á krana­bjór á krá 11 penn­yjum lægri en í mat­vöru­verslunum,“ sagði Hunt. Á­fengis­gjaldið verður síðan fryst sem hluti af „Nýju-Brexit-kráar-tryggingunni.“

„Breska ölið er kannski volgt en á­fengis­gjaldið á krana­bjór er frosið,“ sagði Hunt við og mátti heyra mikið kurr og hlátur í þingsalnum. Hunt sagði bresku kránna vera hluti af menningararfi þjóðarinnar en aðgerðirnar væru einnig hluti af stærra verkefni til að mæta verðlagshækkunum í landinu.

Lengi kallað eftir sambærilegum aðgerðum hérlendis

Veitinga­húsa- og kráar­eig­endur á Ís­landi hafa í­trekað kallað eftir sam­bæri­legum aðgerðum hérlendis. Bjarni Bene­dikts­son fjár­­mála­ráð­herra hefur einnig sagt að breyta þurfi á­­fengis­­gjöldum fyrir veitinga­hús.

„Við þurfum líka að styrkja veitinga­húsin, þau eiga að auka fjöl­breytnina og bæta menninguna. Við höfum öll notið góðs af því að fá fleiri ferða­­menn og þetta gerir lífið ein­fald­­lega skemmti­­legra að sjá veitinga­­staði og mat­­sölu­­staði þrífast. Ef við erum með of há á­­fengis­­gjöld þá er minna svig­rúm eftir til rekstrarins,“ sagði Bjarni í beinni út­sendingu á vef Sjálf­stæðis­flokksins 10. júní 2021.

Um ára­­mótin tók gildi 7,8 prósenta hækkun á á­­fengis­­gjaldi. Í sam­tali við Frétta­blaðið í árs­byrjun sögðu veitinga­­menn og fram­­leið­endur hækkunina í ár koma til með að hafa í­þyngjandi á­hrif nema stjórn­völd grípi inn í.

Hunt sagði bresku kránna vera hluti af menningararfi landsins og það yrði að slá skjaldborg um hana.
Fréttablaðið/Getty

„Hefur spurst á­­gæt­­lega vel út að á­­fengis­verð á Ís­landi sé galið“

Ólafur Örn Ólafs­­son veitinga­­maður sagði að hann væri leiður yfir því að horfa fram á tíma­bil mikilla verð­hækkana.

„Okkar á­lagning á á­­fengi er nánast ein­­göngu skatt­­tengd. Ef við kaupum vín­­flösku á tvö þúsund krónur þá er skatturinn í kringum 70 prósent. Það mun núna taka við tíma­bil hækkana sem er mjög leiðin­­legt af því við vitum að við erum að selja dýra vöru,“ sagði Ólafur í janúar.

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar tekur í sama streng en að hans mati er mikil­vægt að horfa hátt á­­fengis­­gjald á veitinga­hús frá tveimur sjónar­hólum annars vegar frá sjónar­hóli veitinga­­geirans og hins vegar ferða­­þjónustunnar.

„Þetta spyrst og hefur spurst á­­gæt­­lega vel út um ver­öldina að á­­fengis­verð á Ís­landi sé al­­gjör­­lega galið. Þannig það hefur alveg klár­­lega á­hrif,“ sagði Jóhannes í við­tali við Frétta­blaðið í janúar.

Ólafur Örn Ólafs­­son veitinga­­maður segir skattinn á vínflösku um 70% af verðinu.

Rökin fyrir háu á­­fengis­­gjaldi hefur lengi verið lýð­heilsa en Jóhannes sagði þau rök ekki halda vatni þegar það kemur að veitinga­­geiranum.

„Þetta snýst um að tak­­marka að­­gengi al­­mennings að á­­fengi en á­­fengi sem er keypt á veitinga­­stöðum er ekki aðal­­vanda­­málið í því sam­hengi. Þar eru í stórum hluta er­­lendir ferða­­menn kaup­endur. Þannig þessi for­varnar­rök eiga ekki við á sama hátt,“ segir Jóhannes að lokum.

Engar að­gerðir fyrir veitinga­menn hafa verið boðaðar. Ís­land á Evrópu­metið í á­fengis­sköttum sam­kvæmt saman­burði Spi­rits Europe, Evrópu­sam­taka á­fengis­fram­leið­enda, og eykur heldur for­skot sitt á ná­granna­löndin.

„Þessar á­lögur eru löngu komnar út fyrir allt sem getur kallast sann­girni fyrir neyt­endur og fyrir­tæki á á­fengis­markaði,“ sagði Ólafur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda í febrúar.

Flest Evrópu­ríki héldu sköttum á á­fengi ó­breyttum um ára­mótin.

„Af þeim tíu ríkjum sem breyttu sköttum hækkaði Ís­land á­fengis­skatta lang­mest miðað við verð­bólgu,“ bætti Ólafur jafn­framt við.