Vís­bendingar eru fyrir því að stökk­breytt af­brigði kórónu­veirunnar sem kom upp í Bret­landi sé ban­vænna en önnur af­brigði veirunnar. Frá þessu greindi for­sætis­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, á blaða­manna­fundi í dag.

Hann tók þó skýrt fram að bólu­efnin sem er verið að nota gegn veirunni virðast virka gegn þessu af­brigði eins og öðrum.

Af­brigðið virðist vera um 30 prósent ban­vænna en önnur af­brigði veirunnar. Ef þúsund 60 ára myndu greinast með gamla af­brigðið myndu er talið að tíu gætu látist, ef miðað er við nýja af­brigðið myndu lík­lega 13 láta lífið.

Vísinda­menn hafa skoðað ýmis gögn og ráð­fært sig við bresku ríkis­stjórnina. Á vef BBC segir að um fyrstu niður­stöður sé að ræða og þær séu ekki stað­festar. Niður­stöður rann­sókna hafa þó áðu bent til þess af­brigðið dreifist hraðar en önnur.

Þar var fyrst greint í Kent í septem­ber og hefur frá því orðið ráðandi af­brigði veirunnar í Bret­landi og Norður-Ír­landi. Það hefur einnig greinst í 50 öðrum löndum.

„Auk þess að dreifast hraðar þá virðast vera sönnunar­gögn fyrir því að nýja af­brigðið – af­brigðið sem var fyrst greint í London og suð­austri – megi tengja við hærri dánar­tíðni,“ sagði John­son á blaða­manna­fundinum í dag.

Hann sagði að á­hrif þess væri helsta á­stæða þess að heil­brigðis­kerfið í Bret­landi, NHS, væri undir svo miklu á­lagi.

Gögnin sem vísinda­menn hafa skoðað eru frá fólki sem dáið hefur í kjöl­far þess að hafa greinst með nýja af­brigðið og eldri. Sir Pat­rick Vallance einn helsti sér­fræðingur breskra yfir­valda sagði að tengingin væri ekki enn „sterk“ og í­trekaði að enn væri mikil ó­vissa í kringum greininguna.

„Við þurfum að vinna þau frekar til að skilja þau betur, en það veldur aug­ljósum á­hyggjum að það sé hækkun á dánar­tíðni og meiri smit­hættu,“ sagði Vallance.

Síðasta sólar­hringinn hafa verið skráð 1.401 and­lát í Bret­landi vegna kórónu­veirunnar. Alls hafa um 95 þúsund ein­staklingar látist sem voru greind með kórónu­veiruna í það minnsta 28 dögum fyrir and­látið.

Fjallað var um málið á vef BBCog CNN.