Bresk stjórn­völd hafa bannað fjar­skipta­fyrir­tækjum í Bretlandi að nota búnað frá kín­verska tækni­fyrir­tækinu Huawei, við upp­byggingu á 5G neti Bret­lands. Fjar­skipta­fyrir­tækin þurfa að hætta að kaupa búnað frá kín­verska fyrirtækinu fyrir næstu ára­mót. Þetta kemur framá frétta­vef BBC.

Oli­ver Dowden, ráð­herra starfrænna mála í Bret­landi, til­kynnti um á­kvörðunina í breska þinginu í há­deginu í dag. Hann sagði á­kvörðunina vera tekna af öryggis­á­stæðum en Huwei hefur verið sakað um að starfa í um­boði kín­verskra stjórn­valda.

Fjar­skipta­fyrir­tæki í Bret­landi hafa til ársins 2027 til þess að losa sig við allan búnað frá Huawei úr fjar­skipta­kerfum sínum.

Um er að ræða stefnubreytingu hjá bresku ríkis­stjórninni en hún sam­þykkti fyrr á þessu ári að Huawei fengi að taka þátt í að setja upp 5G netkerfi landsins. Banda­ríkja­menn hafa sett mikinn þrýsting á bresk stjórn­völd um að kaupa ekki búnað frá Huawei af öryggis­á­stæðum.

Á­kvörðunin var tekin eftir fund ríkis­stjórnarinnar með þjóðar­öryggis­ráði Bret­lands. Dowden sagði í þinginu í dag að þetta hafi ekki verið auð­veld á­kvörðun en hún sé að engu síður rétt. Hann sagði að þetta myndi hægja á upp­setningu 5G há­hraða­net­kerfis í Bret­landi um eitt ár.