Það var fyrst kynnt á Íslandi í júní 2020 og nú er í boði MG ZS EV með 320 kílómetra drægi sem kostar aðeins 4.390.000 krónur í vel búinni Comfort-útfærslu og er þar af leiðandi einn hagkvæmasti kosturinn á markaðnum. Innanrými MG ZS EV er rúmgott og þægilegt.

MG ZS EV er ríkulega búinn:

  • 17 tommu álfelgur
  • Lykillaus ræsing
  • LED-framljós
  • 10,1 tommu snertiskjár
  • Apple CarPlay og Android Auto360° myndavél
  • Gervihnattaleiðsögukerfi
  • Umferðaraðstoð
  • Skynjarar að framan og aftan

Þó að MG ZS EV sé einn ódýrasti rafjepplingurinn á markaðnum er ekkert „ódýrt“ við aksturseiginleikana. Með því er ekki verið að halda fram að hann jafnist á við dýrustu og vönduðustu bílana í sínum flokki en hann stendur fyllilega fyrir sínu. Hægt er að velja um þrjár akstursstillingar: Sport-stillingin gefur enn sneggra viðbragð, sem þó skortir ekkert á, en í öllum venjulegum akstri er Normal-stillingin væntanlega notuð. Ef áherslan er lögð á sparakstur og langdrægni er síðan til Eco-stilling.

Rafmótorinn er mjög hljóðlátur og heyrist vart í honum. Einnig er MG ZS EV mjög þéttur og vel hljóðeinangraður svo lítið fer fyrir veg- og vindhljóði.

Autoexpress verðlaunaði MG ZS EV sem hagkvæmasta rafbílinn 2022 (Affordable Electric Car of the Year 2022).

Öll stjórntæki eru vel aðgengileg fyrir bílstjórann.
Gott innanrými er og vandaður frágangur á öllu.
Stór sóllúgan varpar birtu inn í bílinn.
Rúmlega 40 mínútur tekur að hlaða bílinn upp í 80 prósent.