Innlent

Brennu­vargarnir í Lauga­lækjar­skóla full­orðnir

Rannsókn á bruna í Laugalækjarskóla er enn ólokið. Þrír liggja undir grun og gerir lögregla ráð fyrir að málið leysist á næstunni.

Skemmdir voru töluverðar eftir brunann og veltu sumir fyrir sér hvort klæðningin hefði verið ásættanleg fyrst eldurinn breiddist svo hratt út.

Rannsókn á bruna í Laugalækjarskóla aðfararnótt 2. október er ólokið en þrír liggja undir grun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er von á málalyktum á næstunni.

Fullorðið fólk meintir brennuvargar

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna elds í Laugalækjarskóla á aðfararnótt 2. október. Eldurinn reyndist vera í klæðningu utan á skólanum og breiddist hratt um. Skemmdir urðu hins vegar einungis á byggingunni utanverðri. Mikinn reyk lagði þó inn á bókasafnið, sem loka þurfti í fyrstu eftir brunann. Frá byrjun var nokkuð ljóst að um íkveikju væri að ræða og hóf lögregla rannsókn á málinu strax daginn eftir.

Sem fyrr segir er rannsókn málsins enn ólokið en þrír einstaklinga liggja undir grun. Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að um fullorðna einstaklinga sé að ræða, en ekki ungmenni eða börn. Myndbandsupptökur eru til frá umræddu kvöldi, en Laugalækjarskóli afhenti yfirvöldum upptökur úr eftirlitsmyndavélum við skólann strax um morguninn eftir brunann.

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út aðfararnótt 2. október vegna bruna í Laugarlækjaskóla.

Frekari upplýsinga að vænta í dag

Rafn Hilmar segir að málið sé enn til rannsóknar og ekki hafi enn komið til þess að neinn sé handtekinn vegna málsins, en nokkrir hafa verið boðaðið í skýrslutökur. 

„Við erum með þrjá einstaklinga sem við erum komin með nöfn á og eru grunaðir um þetta,“ segir hann.

Hafi þið hugmynd um hvað bjó þessu að baki?

„Nei við vitum það ekki ennþá en það kemur vonandi í ljós bara strax í dag,“ segir Rafn Hilmar sem kveðst gera ráð fyrir að rannsókninni ljúki á næstu dögum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Upp­tökur frá Lauga­lækja­rskóla af­hentar lög­reglu

Innlent

Líklega íkveikja í Laugalækjarskóla

Innlent

Búið að slökkva eldinn í klæðningu Laugalækjarskóla

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing