Lai­ha Slayton, tví­tug stúlka í Banda­ríkjunum, brenndist illa er hún reyndi að bjarga hundinum sínum upp úr hver í Yellow­stone þjóð­garðinum í Banda­ríkjunum.

Faðir Slayton náði að rífa hana upp úr hvernum og var hún flutt á spítala í I­da­ho með hraði. Sam­kvæmt fréttBBC er hún al­var­lega brennd á stórum hluta líkamans.

Í til­kynningu frá Þjóð­garða­stofnun Banda­ríkjanna segir að slysið hafa átt sér stað á mánu­daginn og Slayton sögð hafa yfir­gefið bif­reið fjöl­skyldunnar til að elta hundinn þeirra sem hljóp í átt að hvernum.

Slayton stökk ofan í hverinn Mai­dens Gra­ve Spring í von um að bjarga hundinum sínum. Meðal­hiti vatnsins erum 93 gráður.

Mai­dens Gra­ve Spring í Yellowstone þjóðgarðinum.
Ljósmynd/Getty Images

Sam­kvæmt til­kynningunni lést hundurinn hennar og er Slayton með brunasár frá öxlum og niður að tám.

Þjóð­garða­stofnunin hefur ekki gefið út nafn konunnar en sam­kvæmt söfnunar­síðu á netinu heitir hún Lai­ha Slayton. Net­verjar safna nú pening fyrir hana svo hún getur greitt fyrir læknis­kostnað.

„Hún er heppin. Pabbi bjargaði lífi hennar“

Systir Slayton, Kamilla, segir á Insta­gram að systur sinni verður haldið sofandi næstu þrjár vikur. Hún hefur nú þegar farið í tvær að­gerðir og er með þriðja stigs bruna­sár frá toppi til táar. Þá segir hún einni að skjót við­brögð föður hennar hefur lík­legast bjargað lífi hennar.

„Faðir okkar hefur verið ó­trú­lega fljótur að rífa hana upp úr,“ skrifar Kamilla Slayton. „Hún er heppin. Pabbi bjargaði lífi hennar.“

Að sögn Kamillu var systir hennar ofan í hvernum í um 8 sekúndur.

Þjóð­garðs­verðir í Yellow­stone hafa í­trekað við al­menning um að allt dýra­hald er bannað í ná­lægð við hverina. Sjá má foreldra þeirra hér að neðan.