Enn stendur til að Brekku­söngurinn á Þjóð­há­tíð verði í beinu streymi á sunnu­dags­kvöld klukkan ellefu. stað­festir Hörður Orri Grettis­son í sam­tali við Frétta­blaðið.
Hann vildi ekki tjá sig að öðru leyti um ör­lög þjóð­há­tíðar. Von er á frétta­til­kynningu frá Þjóð­há­tíðar­nefnd seinni­partinn í dag.

Í til­kynningu á vef Senu sem séð hefur um streymi frá Brekku­söngnum segir að Brekku­söngurinn sé löngu orðinn fastur liður í há­tíðar­höldum Ís­lendinga um verslunar­manna­helgina.
„Það gleður okkur að geta stað­fest að fyrir­huguð dag­skrá kvöldsins fer að fullu leyti fram þrátt fyrir á­standið í þjóð­fé­laginu,“ segir í til­kynningunni.

Um stað­setningu for­söngvarans segir: „Um verður að ræða beina út­sendingu frá ó­til­greindum stað, sem við kynnum síðar, en leitast verður við að fanga sem best anda Þjóð­há­tíðar og hina ó­við­jafnan­legu stemmningu í Eyjum.“

Magnús Kjartan Eyjólfs­son, for­söngvari og gítar­leikari Stuðla­bandsins mun stýra brekku­söngnum