Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur um­boðs­mað­ur Al­þing­is, tel­ur að bréf sem Haraldur Joh­ann­esson, sem þá var rík­is­lög­regl­u­stjór­i, sendi til Björns Jóns Brag­a­son­ar og Sig­urð­ar K. Kol­beins­son­ar hafi stang­ast á við skyld­ur sem hvíld­u á em­bætt­i hans og að­gerð­ir dóms­mál­a­ráð­u­neyt­is­ins við þeim ó­við­un­and­i. Þett­a kem­ur fram í á­lit­i um­boðs­manns í til­efn­i af kvört­un­um þeirr­a Björns og Sig­urð­ar sem Frétt­a­blað­ið hef­ur und­ir hönd­um. RÚV greind­i fyrst frá.

Fram kem­ur í á­lit­i um­boðs­manns að til­efn­i hafi ver­ið til þess af hálf­u ráð­u­neyt­is­ins að það brygð­ist sér­stak­leg­a við því er Haraldur skrif­að­i bréf aft­ur til þeirr­a Björns og Sig­urð­ar þrátt fyr­ir að ráð­u­neyt­ið hefð­i gert það í fyrr­a skipt­ið. Um­boðs­mað­ur tek­ur ekki af­stöð­u til þess hvort á­stæð­a hafi ver­ið til þess að á­minn­a Har­ald vegn­a bréf­a­skrift­ann­a þar sem hann væri hætt­ur störf­um. Hann lét af em­bætt­i í árs­lok 2019 en er á bið­laun­um frá rík­in­u fram á næst­a ár og er heild­ar­kostn­að­ur við starfs­lok­a­samn­ing hans um 57 millj­ón­ir.

Í á­lit­in­u er gef­ið til kynn­a að ráð­u­neyt­ið hefð­i átt að at­hug­a hvort á­minn­a hefð­i átt Har­ald á sín­um tíma. Bréf­a­skrift­irn­ar vörð­uð­u bók­ar­skrif Björns Jóns um gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðl­a­bank­ans og þátt Sig­urð­ar um við­skipt­i á Hring­braut.

Í bók Björns Jóns, „Gjald­eyr­is­eft­ir­lit­ið - Vald án eft­ir­lits?“ sagð­i að þá­ver­and­i rík­is­sak­sókn­ar­i Valt­ýr Sig­urðs­son hefð­i full­yrt í minn­is­blað­i frá 2011, sem lagt var fram á fund­i inn­an­rík­is­ráð­u­neyt­is­ins, að efn­a­hags­brot­a­deild rík­is­lög­regl­u­stjór­a „hafi um ár­a­bil skort fag­leg­a yf­ir­stjórn og metn­að.“ Þett­a end­ur­tók hann svo í þætt­i Sig­urð­ar á Hring­braut.

Björn Jón Brag­a­son.

Þess­i skrif Björns Jóns og um­fjöll­un Sig­urð­ar urðu Har­ald­i á­stæð­a til bréf­a­skrift­a þar sem hann not­að­i bréfs­efn­i em­bætt­is rík­is­lög­regl­u­stjór­a. í bréf­i til til Björns Jóns dag­sett 2. mars 2018 sagð­i Haraldur hann bera á­byrgð á „ó­lög­mætr­i mein­gerð gagn­vart þeim sem um­fjöll­un­in bein­ist gegn.“

Hinn 7. maí sama ár barst um­boðs­mann­i kvört­un frá Sig­urð­i þar sem sagð­i að rík­is­lög­regl­u­stjór­i hefð­i ósk­að eft­ir fund­i með hon­um vegn­a sjón­varps­þátt­ar hans At­vinn­u­líf­ið frá 3. okt­ó­ber 2017. Þar var rætt við Valt­ý og fund­inn árið 2011 þar sem hann lagð­i fram minn­is­blað­ið með gagn­rýn­i á efn­a­hags­brot­a­deild rík­is­lög­regl­u­stjór­a, auk bók­ar Björns Jóns.

Valt­ýr Sig­urðs­son, fyrr­ver­and­i rík­is­sak­sókn­ar­i.
Fréttablaðið/Valli

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­u um­boðs­manns seg­ir að bréf­a­send­ing­ar Har­ald­ar hafi ekki ver­ið í sam­ræm­i við skyld­ur sem á hon­um hvíld­u sök­um em­bætt­is hans, sam­kvæmt lög­regl­u­lög­um og grund­vall­ar­regl­um stjórn­sýsl­u­rétt­ar. Af þeim sök­um seg­ir um­boðs­mað­ur að dóms­mál­a­ráð­u­neyt­ið hafi ekki brugð­ist við með við­un­and­i hætt­i við sam­skipt­um Har­ald­ar við Björn Jón og Sig­urð sem hann hafð­i í kraft­i em­bætt­i síns og með notk­un bréfs­efn­i rík­is­lög­regl­u­stjór­a.

Sér­stakt til­efn­i hafi ver­ið til að­gerð­a af hálf­u ráð­u­neyt­is­ins eft­ir að Haraldur send­i aft­ur bréf til Björns Jóns og Sig­urð­ar, þrátt fyr­ir að ráð­u­neyt­ið hafi þá þeg­ar gert at­hug­a­semd­ir við fyrr­i bréf­a­send­ing­ar Har­ald­ar.

Því fer um­boðs­mað­ur fram á það við dóms­mál­a­ráð­u­neyt­ið að fram­veg­is verð­i tek­ið mið af þeim sjón­ar­mið­um sem fram koma í á­lit­in­u.