Karl­mað­ur var í lok síð­ast­a mán­að­ar dæmd­ur til tveggj­a mán­að­a skil­orðs­bund­ins fang­els­is­dóms fyr­ir að hafa í júní á þess­u ári ruðst inn í íbúð barns­móð­ur sinn­ar með því að brjót­a upp út­i­dyr­a­hurð­in­a og tek­ið þar kött, sem var í hans eigu, far­ið með hann í kjall­ar­a húss­ins og af­líf­að hann með því að höggv­a af hon­um haus­inn.

Mað­ur­inn var á­kærð­ur og sak­felld­ur fyr­ir brot gegn bæði hegn­ing­ar­lög­um og brot á lög­um um vel­ferð dýra en sam­kvæmt þeim á að leit­a til dýr­a­lækn­a til að af­líf­a dýr. Með því að svipt­a kött­inn ekki með­vit­und áður en hann af­líf­að­i hann gerð­ist mað­ur­inn einn­ig sek­ur um að vald­a kett­in­um ó­þarf­a þján­ing­um og hræðsl­u.

Mað­ur­inn ját­að­i brot sín fyr­ir dómi og var ekki tal­in á­stæð­a til að ef­ast um að játn­ing hans væri sann­leik­an­um sam­kvæm, auk þess sem ljós­mynd­ir og rann­sókn lög­regl­u bend­i til sekt­ar hans.

Fram kem­ur í dómi að það sé hon­um til þyng­ing­ar refs­ing­ar hvers­u ó­fyr­ir­leitn­ar að­stæð­ur voru og að það verð­i ekki met­ið mann­in­um til af­sök­un­ar að hann hafi ver­ið und­ir á­hrif­um vím­u­efn­a. Lit­ið var til þess að hann ját­að­i brot sín hrein­skiln­is­leg­a við alla með­ferð máls­ins, hjá lög­regl­u og fyr­ir dómi og að hann hafi lýst yfir iðr­un.

Þá er greint frá því að hug­ar­fars­breyt­ing hafi orð­ið hjá mann­in­um frá því að brot­in áttu sér stað og að hann hafi leit­að sér raun­hæfr­ar að­stoð­ar til að „snúa lífi sínu til betr­i veg­ar.“

Hægt er að lesa dóm héraðsdóms hér.