Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu um þjófnað á veitinga­stað í mið­bænum laust fyrir klukkan sjö í gær­kvöldi, en maður er sagður hafa brotist inn á lager á staðnum og stolið á­fengis­flöskum og bak­poka með dj-græjum. Við nánari skoðun á upp­tökum úr eftir­lits­mynda­vélum á staðnum voru borin kennsl á manninn og hand­tók lög­regla hinn grunaða rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Maðurinn var í annar­legu á­standi þegar lög­reglu bar að garði. Hann játaði verknaðinn og var færður í fanga­geymslu lög­reglu, en málið er í rann­sókn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá var til­kynnt um eld í strætis­vagni við Grens­ás­veg á sjötta tímanum í gær­dag. Er lög­reglu bar að garði var búið að slökkva eldinn, sem var sagður hafa verið í sætum aftar­lega í vagninum. Vitni á staðnum sagðist hafa sótt slökkvi­tæki á veitinga­stað nærri vett­vangi og slökkt í eldinum. Að sögn lög­reglu hafði öku­maður strætis­vagnsins andað að sér reyk og var í miklu á­falli. Sá var fluttur sam­stundis til að­hlynningar á bráða­mót­töku Land­spítalans. Lög­regla rann­sakar nú málið, en grunur leikur á að um í­kveikju hafi verið að ræða.

Lög­regla hafði af­skipti af manni í Hafnar­firði í gær­kvöldi, en hann var grunaður um sölu fíkni­efna. Lög­regla hand­lagði ætluð fíkni­efni sem og fjár­magn sem maðurinn sagði vera á­góða fíkni­efna­sölu og er málið nú í rann­sókn.

Þá hafði lög­regla af­skipti af manni sem var ofur­ölvi í mið­borginni, en til­kynning barst rétt fyrir klukkan ellefu í gær­kvöldi um mann á ak­braut. Þegar lög­regla mætti á vett­vang neitaði maðurinn að fara af ak­brautinni og neitaði að gefa upp bæði kenni­tölu og nafn. Hann var hand­tekinn og fluttur á lög­reglu­stöð, þar sem hann að lokum gaf upp kenni­tölu. Hann var látinn laus, en hefur verið kærður fyrir brot á lög­reglu­sam­þykkt.