Innlent

Braust inn í Hlíða­skóla og stíflaði bað­vaskana

Málið er komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og barnaverndar.

Kalla þurfti út dælubíl og tvo slökkviliðsbíla. Slökkviliðið var um tvær klukkustundir að störfum. Fréttablaðið/Vilhelm

Ástæða vatnslekans í Hlíðaskóla í fyrrinótt var nemandi sem brotist hafði inn og skrúfað frá vatninu í öllum baðvöskum skólans. Vatnið flæddi um skólann og tók það slökkvilið um tvær klukkustundir að þurrka vatnið upp. Málið er komið á borð lögreglu og barnaverndar. 

„Þetta er allt í vinnslu og við erum að ná að þurrka þetta allt saman upp. Það urðu minni skemmdir en hefðu getað orðið því kerfið fór í gang eftir að gufa fór að myndast. Vatnið flæddi héðan frá baðherbergjunum, þar sem vaskarnir voru stíflaðir, og flæddi um unglingaganginn,“ segir Kristrún Guðmundsdóttir, skólastjóri Hlíðaskóla, í samtali við Fréttablaðið. 

Talið er að vatnið hafi fengið að renna í um fjórar klukkustundir áður en lekans varð vart í kringum miðnætti í gær. Dælubíll og tveir slökkviliðsbílar komu í kjölfarið til aðstoðar. Skólahald var óbreytt og hreinsunarstarfi að ljúka, að sögn Kristrúnar. 

„Þetta var óvitagangur. Það er búið að vinna málið innan skólans þannig að þetta er allt í réttum farvegi. Lögreglan var þarna kölluð til og þegar það er gert þá fer málið sjálfkrafa til barnaverndar,“ segir Kristrún. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Heilbrigðismál

Skoðaði ekki sjúkra­skrá sér til skemmtunar eða fyrir for­vitni

Innlent

Vilja kæra á­kvörðun Icelandair til Fé­lags­dóms

Auglýsing

Nýjast

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Sam­einast gegn fram­boði bróður síns í aug­lýsingu

Fjögurra daga þjóðar­sorg vegna ferjuslyssins

Auglýsing