Innlent

Braust inn í Hlíða­skóla og stíflaði bað­vaskana

Málið er komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og barnaverndar.

Kalla þurfti út dælubíl og tvo slökkviliðsbíla. Slökkviliðið var um tvær klukkustundir að störfum. Fréttablaðið/Vilhelm

Ástæða vatnslekans í Hlíðaskóla í fyrrinótt var nemandi sem brotist hafði inn og skrúfað frá vatninu í öllum baðvöskum skólans. Vatnið flæddi um skólann og tók það slökkvilið um tvær klukkustundir að þurrka vatnið upp. Málið er komið á borð lögreglu og barnaverndar. 

„Þetta er allt í vinnslu og við erum að ná að þurrka þetta allt saman upp. Það urðu minni skemmdir en hefðu getað orðið því kerfið fór í gang eftir að gufa fór að myndast. Vatnið flæddi héðan frá baðherbergjunum, þar sem vaskarnir voru stíflaðir, og flæddi um unglingaganginn,“ segir Kristrún Guðmundsdóttir, skólastjóri Hlíðaskóla, í samtali við Fréttablaðið. 

Talið er að vatnið hafi fengið að renna í um fjórar klukkustundir áður en lekans varð vart í kringum miðnætti í gær. Dælubíll og tveir slökkviliðsbílar komu í kjölfarið til aðstoðar. Skólahald var óbreytt og hreinsunarstarfi að ljúka, að sögn Kristrúnar. 

„Þetta var óvitagangur. Það er búið að vinna málið innan skólans þannig að þetta er allt í réttum farvegi. Lögreglan var þarna kölluð til og þegar það er gert þá fer málið sjálfkrafa til barnaverndar,“ segir Kristrún. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

Kjaramál

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Innlent

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Auglýsing

Nýjast

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Illviðri um allt land í dag

Óveðrið í dag stoppar strætóferðir

​ Hrifsaði síma af vegfaranda á Laugavegi

Auglýsing