Innlent

Braggamálið: Verktaki svarar gagnrýni

Verktakinn sem sá um framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík svarar ásökunum um að hann hafi viljandi dregið verkið á langinn í ítarlegri færslu á Facebook. Hann segir gagnrýnina eiga að beinast að stjórnsýslunni og þeim sem tóku ákvarðanir um framkvæmdina, en ekki verktökum.

Sigurður þvertekur fyrir þær ásakanir að hann hafi dregið verkefnið á langinn til að „hala inn sem mestu“ því verkefnið hafi verið unnið í tímavinnu. Fréttablaðið/Anton Brink

Sigfús Örn Sigurðsson smiður segist skilja þá gagnrýni sem borið hefur á síðustu vikur vegna framkvæmda við braggann í Nauthólsvík, en segir gagnrýnina eiga að beinast að stjórnsýslunni og þeim sem tóku ákvarðanir um framkvæmdina. Ekki að verktökum sem „voru að sinna vinnunni sinni og höfðu að öðru leiti ekkert um verkefnið að segja.“

Fyrirtæki Sigfúsar, Smiðurinn þinn, sá um framkvæmdir við braggann og fékk greitt fyrir verkefnið nærri 106 milljónir. Hann fékk greiddar um 66 milljónir fyrir vinnu og rúmar 39 milljónir í efniskostnað. 

Hann í yfirlýsingu sem hann birtir á Facebook-síðu fyrirtækisins að öll hans samskipti hafi farið fram við verkefnastjóra verksins sem vann í umboði borgarinnar og það hafi verið haldnir verkfundir vikulega. Öllum sem að verkefninu komu hafi því átt að vera ljós staða verksins á hverjum tíma. Hann segir það hafa verið í ábyrgð fulltrúa borgarinnar að miðla þeim upplýsingum áfram til réttra aðila.

Einnig segir hann að engar ákvarðanir hafi verið teknar nema í samráði við bæði verkefnastjóra og fulltrúa Reykjavíkurborgar og að allar framkvæmdir hans hafi verið gerðar að þeirra beiðni.

Hann þvertekur fyrir þær ásakanir að hann hafi dregið verkefnið á langinn til að  „hala inn sem mestu“ því verkefnið hafi verið unnið í tímavinnu. Hann hafi því engan auka hag haft af því að draga verkefnið á langinn. Auk þess sé hann í öðrum verkefnum sem hafi dregist á langinn vegna braggaframkvæmdanna.

Þá neitar hann alfarið að tímaskriftir hafi verið frjálslegar og fleiri tímar skráðir en voru unnir. Hann segir hvern einasta tíma hafa sannarlega verið unnin og öllu öðru vísi hann á bug.

Hann segir að hann hafi engin tengsl við stjórnmálaflokka og hafi ekki sóst eftir verkefninu, heldur hafi verið bent á hann. Að lokum segir hann að hann hafi aldrei unnið áður fyrir Reykjavíkurborg og að hann hyggist ekki gera það aftur.

Sigfús fer ítarlega yfir kostnað einstakra hluta verkefnisins í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins og fer þar yfir verklag sem notast var við á meðan framkvæmdunum stóð. Færslu Sigurðar er hægt að sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Reykjavík

Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð

Reykjavík

Hönnunarljós keypt fyrir tæpa milljón í braggann

Reykjavík

Dagur fer í veikindaleyfi vegna sýkingar

Auglýsing

Nýjast

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Loka við Skóga­foss

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Auglýsing