Þrír sænskir bræður voru í dag dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að plata 82 ára mann í að gefa þeim í­búðina sem hann átti.

Maðurinn, sem lést fyrr á þessu ári, er sagður hafa verið veikur og ekki vitað hvað hann var að sam­þykkja. Sænska ríkis­sjón­varpið greinir frá þessu.

Síðasta haust réð 82 ára maðurinn þrjá menn til þess að tæma í­búðina sína, mennirnir nýttu sér að­stæðurnar og sann­færðu manninn um að gefa einum bróðurnum í­búðina. Mennirnir voru sakaðir um að hafa svikið úr höfnum mannsins mikið fjár­magn en einnig heimili hans.

Bræðurnir fá allir þriggja ára fangelsis­dóm fyrir svik. Bræðurnir, höfðu mynd­band til sönnunar sögðu manninn hafa vitandi sam­þykkt að gefa í­búðina, en dómari segir mynd­bandið sanna að maðurinn hafi verið veikur og ekki vitað hvað hann væri að sam­þykkja.

Verjandi bræðranna sagði dóminn valda von­brigðum. Hann muni hitta skjól­stæðinga sína í byrjun næstu viku og á­kvarða hvað þeir hyggjast gera, en þeir hafa rétt til þess að á­frýja.