Í Bretlandi eru í undirbúningi lög sem leyfa ökumönnum bíla með þess háttar búnaði að taka báðar hendur af stýri. Er talið líklegt að lögin taki gildi fyrir lok þessa árs. Lögin leyfa með öðrum orðum að taka má hendur af stýri á undir 60 km hraða á hraðbrautum, enda hefur þá aðstoðarbúnaðurinn tekið yfir. Ekki er nóg að bíllinn sé búinn einfaldari gerð akreinavara sem pípir aðeins ef komið er að brún línu, heldur þarf bíllinn að geta tekið stjórnina og haldið bílnum innan akreinar sjálfur. Slíkir akreinavarar kallast ALKS sem stendur fyrir „Autonomous Lane Keeping Systems.“ Sumir bílar eru einnig búnir sjálfvirkum hraðastilli sem heldur þá einnig réttu bili í næsta bíl. Þetta getur verið þægilegur búnaður að hafa þegar umferð þyngist í nágrenni stórborga.