Kona sem starfar í framlínustarfi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var flutt á bráðamóttöku vegna bráðaofnæmis fyrir bóluefninu gegn Covid smitum.

Fleiri tilfelli bráðaofnæmis hafa átt sér stað við bólusetningarnar undanfarið en ekki fæst staðfest hve mörg þau eru, segir Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Konan er ein af 400 framlínustarfsmönnum Heilsugæslunnar sem í dag eru bólusett.

Framlínan í lögreglunni var bólusett ásamt sjúkraflutningamönnum og starfsfólki farsóttarhúss.
Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Ragnheiður, sem hefur unnið við bólusetninguna í dag, segir að mjög sjaldgæft sé að það líði yfir fólk vegna bráðaofnæmis, sjálf hafi hún ekki lent í slíku áður, en sérstakt verklag undirbúið skyldi það gerast. „Fólki er gefið adrenalín og flutt á bráðamóttökuna til frekari skoðunar og eftirlits. Það er ástæðan fyrir því að fólk er beðið að bíða í fimmtán mínútur eftir bólusetningu áður en það fer,“ segir Ragnheiður.

400 skammtar bóluefnis barst Heilsugæslunni og hófust bólusetningar í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut uppúr hádegi í dag og lýkur síðdegis.

700 skammtar bárust Landsspítala og 100 heilbrigðisstofnun Suðurnesja.