Í gær greindist Covid-19 smit hjá starfsmanni á bráðaöldrunarlækningardeild B4 í Fossvogi. Deildin er í sóttkví og lokað er fyrir innlagnir á henni.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Sýni voru tekin hjá öllum sjúklingum deildarinnar í gærkvöld og er svara að vænta upp úr hádegi í dag.

Í dag verða tekin sýni hjá starfsfólki sem gætu hafa verið útsettir.

Í dag liggur 21 sjúklingur á Landspítala vegna Covid-19. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. Þrír eru á gjörgæslu, tveir í öndunarvél, að því er fram kemur á vef Landspítalans.

Í gær var greint frá því að lokað væri fyrir innlagnir á geðendurhæfingardeild á Kleppi vegna smits þar. Deildin er í sóttkví, bæði sjúklingar og starfsmenn.