Þrátt fyrir nokkrar tilraunir í elgsprófinu á 77 km hraða náði bíllinn ekki að halda gripi og skrikaði út fyrir brautina. Það var ekki fyrr en hraðinn var lækkaður í 65 km á klst. sem bíllinn komst gegnum brautina. Að sögn prófunaraðila km77.com eru helstu ástæður þess taldar vera sú staðreynd að bíllinn kemur á Q-merktum dekkjum sem eiga að lækka veghljóð en ekki gripmeiri dekkjum. Þá hafa ekki verið gerðar miklar breytingar á undirvagni frá hefðbundinni 268 hestafla útgáfu svo að meiri undirstýring er í Brabus-bílnum í keiluprófinu. Loks bentu þeir á að stöðugleikakerfi bílsins grípur seint inn í. Smart mun hefja sölu bíla hérlendis með vorinu en umboðsaðili merkisins er Askja.
Eins og sjá má missir bíllinn það mikið grip að hann endar í yfirstýringu fyrir utan brautina. MYND/KM77.COM
Smart #1 í Brabus-útgáfu var nýlega tekinn til kostanna af km77.com sem meðal annars prófar virkni nýjustu bíla í keiluprófi og hinu fræga elgsprófi. Í Brabus-útgáfu sinni er bíllinn með fjórhjóladrif og samtals 434 hestöfl í bíl sem er innan við tvö tonn að þyngd, svo að um öflugan bíl er að ræða.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir