Þrátt fyrir nokkrar tilraunir í elgsprófinu á 77 km hraða náði bíllinn ekki að halda gripi og skrikaði út fyrir brautina. Það var ekki fyrr en hraðinn var lækkaður í 65 km á klst. sem bíllinn komst gegnum brautina. Að sögn prófunaraðila km77.com eru helstu ástæður þess taldar vera sú staðreynd að bíllinn kemur á Q-merktum dekkjum sem eiga að lækka veghljóð en ekki gripmeiri dekkjum. Þá hafa ekki verið gerðar miklar breytingar á undirvagni frá hefðbundinni 268 hestafla útgáfu svo að meiri undirstýring er í Brabus-bílnum í keiluprófinu. Loks bentu þeir á að stöðugleikakerfi bílsins grípur seint inn í. Smart mun hefja sölu bíla hérlendis með vorinu en umboðsaðili merkisins er Askja.