Páll Rún­ar M. Kristj­áns­son, lög­mað­ur að­stand­end­a Tryggv­a Rún­ars Leifs­son­ar minn­ist þess á Fac­e­bo­ok í dag að 45 ár eru lið­in frá því Tryggv­i Rún­ar var hand­tek­inn vegn­a gruns um að­ild að hvarf­i Guð­mund­ar Ein­ars­son­ar.

Í færsl­unn­i til­kynn­ir Páll Rún­ar jafn­framt að í dag, klukk­an 14.15, rétt­um 45 árum síð­ar, var bót­a­mál hans gegn rík­in­u þing­fest í Lands­rétt­i.

Á Þorláksmessu 1975 kl. 14:15 var Tryggvi Rúnar Leifsson handtekinn, ranglega grunaður um aðild að hvarfi Guðmundar...

Posted by Páll Rúnar M. Kristjánsson on Miðvikudagur, 23. desember 2020

Þrjú bótamál flutt sameiginlega

Frétt­a­blað­ið hef­ur feng­ið stað­fest að bót­a­mál Kristj­áns Við­ars Júl­í­us­son­ar hafi einn­ig þing­fest í Lands­rétt­i í dag en mál Guð­jóns Skarp­héð­ins­son­ar hafð­i áður ver­ið þing­fest. Bót­a­kröf­um þeirr­a þriggj­a gegn rík­in­u, vegn­a sak­fell­ing­ar fyr­ir að­ild að Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­um og margs­kyns þján­ing­a sem þeir þold­u vegn­a mál­ann­a, var hafn­að í hér­að­i fyrr á þess­u ári. Öll málin þrjú verða flutt saman í Landsrétti.

Þrír hand­tekn­ir á Þor­láks­mess­u 1975

Á þess­um sama degi fyr­ir 45 árum voru Kristj­án Við­ar Júl­í­us­son og Albert Kl­han Skaft­a­son einn­ig hand­tekn­ir og færð­ir í Síð­u­múl­af­ang­els­i, þar sem þeir áttu eft­ir að dúsa leng­i, auk Sæ­vars Mar­in­o Ci­es­i­elsk­i , sem hand­tek­inn var nokkr­u fyrr á­samt þá­ver­and­i unn­ust­u sinn­i, Erlu Boll­a­dótt­ur, og Guð­jóns Skarp­héð­ins­son­ar sem hand­tek­in var nokkr­u síð­ar vegn­a gruns um að­ild að hvarf­i Geir­finns Ein­ars­son­ar.

Erla Boll­a­dótt­ir var lát­in laus úr hald­i fyr­ir jól 1975 en var hand­tek­in aft­ur síð­ar vegn­a máls­ins.

Sævar Marino Ciesi­elski barðist ötullega fyrir því að hreinsa nafn sitt. Hann lést árið 2012.
GVA.

Sæ­var Mar­ín­ó Ci­es­i­elsk­i

20 ára hand­tek­inn 12. desember 1975.

1532 dag­ar í gæsl­u­varð­hald­i.

615 dag­ar í ein­angr­un.

16 ára fang­els­i fyr­ir að­ild að dauð­a Guð­mund­ar Ein­ars­son­ar og Geir­finns Ein­ars­son­ar; fyr­ir fjár­svik, þjófn­að og sölu og dreif­ing­u fíkn­i­efn­a.

Af­plán­un frá 22. febr­ú­ar 1980 til 28. apr­íl 1984.

Frels­is­svipt­ing = 99 mán­uð­ir (8,3 ár).

Sæ­var ósk­að­i tvisvar eft­ir end­ur­upp­tök­u mál­an­a; árin 1997 og 1999.

Hann lést af slys­för­um í Dan­mörk­u 12. júlí 2011.

Sýkn­að­ur með dómi Hæst­a­rétt­ar 27. Sept­em­ber 2018.

239 millj­ón­ir krón­a greidd­ar í bæt­ur til að­stand­end­a greidd­ar í jan­ú­ar 2020.

Erla Boll­a­dótt­ir

20 ára hand­tek­in 13. desember 1975.

239 dag­ar í gæsl­u­varð­hald­i.

3 ára fang­els­i fyr­ir fyr­ir rang­ar sak­ar­gift­ir og fjár­svik.

Af­plán­un frá 28. okt­ó­ber 1980 til 9. ág­úst 1981.

Frels­is­svipt­ing = 17 mán­uð­ir (1,5 ár).

Erla og Sæ­var áttu 11 vikn­a dótt­ur þeg­ar þau voru úr­skurð­uð fyrst í gæsl­u­varð­hald.

Erla ósk­að­i fyrst eft­ir end­ur­upp­tök­u árið 2000 en var hafn­að.

Erla er ein hinn­a dóm­felld­u sem end­ur­upp­tök­u­nefnd synj­að­i um end­ur­upp­tök­u síð­ast­lið­ið vor. Hún hefur höfðað mál til ó­gild­ing­ar á úr­skurð­i nefnd­ar­inn­ar til freist­a þess að fá nýj­an og betr­i úr­skurð. Aðalmeðferð í máli hennar verður fljótlega eftir áramót.

Erla Bolladóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust, þar sem mál hennar er til meðferðar.
Valli.

Albert Klahn Skaft­a­son

20 ára hand­tek­inn, á Þor­láks­mess­u 1975.

118 dag­ar í gæsl­u­varð­hald­i.

87 dag­ar í ein­angr­un.

12 mán­að­a fang­els­i fyr­ir að tálm­a rann­sókn Guð­mund­ar­máls­ins og fyr­ir sölu og dreif­ing­u fíkn­i­efn­a.

Af­plán­un frá 9. jan­ú­ar 1981 til 12. mars 1981.

Frels­is­svipt­ing = 6 mán­uð­ir.

Sýkn­að­ur með dómi Hæst­a­rétt­ar 27. Sept­em­ber 2018

Fékk 15 millj­ón­ir greidd­ar í bæt­ur vegn­a máls­ins í jan­ú­ar 2020

Tryggv­i Rún­ar Leifs­son

24 ára hand­tek­inn, á Þor­láks­mess­u 1975.

1522 dag­ar í gæsl­u­varð­hald­i.

655 dag­ar í ein­angr­un.

13 ára fang­els­i fyr­ir að­ild að dauð­a Guð­mund­ar Ein­ars­son­ar, nauðg­un, brenn­u og þjófn­að­i.

Af­plán­un frá 22. febr­ú­ar 1980 til 24. desember 1984.

Frels­is­svipt­ing = 71 mán­uð­ir (6 ár).

Tryggv­i lést 1. maí 2009 úr krabb­a­mein­i.

Sýkn­að­ur með dómi Hæst­a­rétt­ar 27. Sept­em­ber 2018.

171 millj­ón krón­a greidd­ar í bæt­ur til að­stand­end­a hans í jan­ú­ar 2020.

Rík­ið var sýkn­að af kröf­u um frek­ar­i bæt­ur fyrr á þess­u ári. Mál­ið hef­ur nú ver­ið þing­fest í Lands­rétt­i.

Mál Guðjóns bíður nú meðferðar í Landsrétti.

Guð­jón Skarp­héð­ins­son

32 ára hand­tek­inn 12. nóv­emb­er 1976.

1202 dag­ar í gæsl­u­varð­hald­i.

412 dag­ar í ein­angr­un.

10 ára fang­els­i fyr­ir að­ild að dauð­a Geir­finns Ein­ars­son­ar og fyr­ir sölu og dreif­ing­u fíkn­i­efn­a.

Af­plán­un frá 22. febr­ú­ar 1980 til 12. okt­ó­ber 1981.

Frels­is­svipt­ing = 58 mán­uð­ir (4,8 ár).

Sýkn­að­ur með dómi Hæst­a­rétt­ar 27. Sept­em­ber 2018.

Fékk 145 millj­ón­ir greidd­ar í bæt­ur frá rík­in­u í jan­ú­ar 2020.

Rík­ið var sýkn­að í hér­að­i af kröf­u hans um frek­ar­i bæt­ur. Mál­in­u hef­ur ver­ið á­frýj­að til Lands­rétt­ar.

Kristj­án Við­ar Júl­í­us­son

20 ára sett­ur í gæsl­u­varð­hald á Þor­láks­mess­u 1975.

1522 dag­ar í gæsl­u­varð­hald­i

503 dag­ar í ein­angr­un

16 ára fang­els­i fyr­ir að­ild að dauð­a Guð­mund­ar Ein­ars­son­ar og Geir­finns Ein­ars­son­ar; inn­brot og þjófn­að,

Af­plán­un frá 29. mars 1980 til 30. júní 1983.

Frels­is­svipt­ing = 88 mán­uð­ir (7,3 ár).

Sýkn­að­ur með dómi Hæst­a­rétt­ar 27. Sept­em­ber 2018.

204 millj­ón­ir greidd­ar í bæt­ur vegn­a máls­ins í jan­ú­ar 2018.

Rík­ið var sýkn­að í hér­að­i af kröf­u hans um frek­ar­i bæt­ur. Mál­in­u hef­ur ver­ið á­frýj­að til Lands­rétt­ar og var þing­fest þar í dag.

Kristján Viðar Júlíusson sat í gæsluvarðhaldi í 1522 daga, þar af yfir 500 daga í einangrun.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur.