Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Oliver Varhelyi, lagði til í gær að Bosnía Hersegóvína fengi stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Bosnía lýsti fyrst yfir áhuga á aðild að Evrópusambandinu árið 2003 og sótti formlega um aðild árið 2016.

Í nýjustu skýrslu stækkunarnefndar Evrópusambandsins kemur fram að það sé enn þörf á nokkrum minniháttar breytingum á stjórnarfari í Bosníu áður en hægt verði að samþykkja umsóknina.

„Við lögðum til að samþykkja stöðu Bosníu Hersegóvínu sem umsóknarríkis. Við ræddum einnig fyrirætlanir Georgíu. Það er meðbyr í Evrópu og það er okkar að nýta hann,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti Evrópusambandsins, við blaðamenn í gær.