Grunnskólar Reykja­víkur voru settir í gær þegar 14.560 börn hófu nám í grunnskólum borgarinnar.

Þar af hófu 1.260 börn nám í fyrsta bekk og er sá árgangur fjölmennastur í Langholtsskóla. Þar eru 93 börn í fyrsta bekk.

Fjölmennustu skólar borgarinnar eru Langholtsskóli og Árbæjarskóli, með um 700 nemendur hvor.

Nemendum Dalsskóla í Úlfarsárdal hefur fjölgað afar hratt en þegar skólinn var stofnaður árið 2010 voru þar þrjátíu nemendur en nú eru þeir 450 talsins.