Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur segir að farið hafi verið illa með öll börn sem vistuð voru á Vöggustofunni Hlíðarenda síðan Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins við Sunnutorg sem rekin var af Reykjavíkurborg fram á áttunda áratuginn. Það sannist af því að meðferðin sem þar hafi tíðkaðist, að láta börnin vera afskiptalaus í rúmum sínum, án örvunar og hlýju hafi skemmt þau andlega og það fylgi þeim flestum út ævina. Börnin hafi hætt að gráta vegna þess að það þýddi ekkert og horfið inn í sig. Hann segir einnig að þegar börnin hafi komið af vöggustofunni hafi þau verið langt á eftir bæði í þyngd og þroska.

Á vöggustofunni voru vistuð börn sem komu frá fátækum heimilum oft einstæðra mæðra en einnig þar sem voru veikindi eða óreglusemi. Árni. dvaldi sjálfur á vöggustofunni á Hlíðarenda árið 1962 þegar hann var smáhnokki, og síðan á öðrum barnaheimilum og í sveit.

Vöggustofumálið var tekið fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1967, en ekkert var aðhafst.

Rætt er við Árna á Fréttavaktinni á Hringbraut klukkan 18:40, í 2. hluta umfjöllunnar um vöggustofumálið. Þriðji hluti verður síðan á dagskrá á miðvikudagskvöld.