Kæru­nefnd út­lendinga­mála var send í dag ný endur­upp­töku­beiðni á máli Safari-fjöl­skyldunnar, sú þriðja sem þeim hefur borist. Þess er krafist að úr­skurður Út­lendinga­stofnunar um að taka mál þeirra ekki til efnis­legrar með­ferðar verði felldur úr gildi, og til vara að nefndin sam­þykki frestun réttar­á­hrifa þannig að fjöl­skyldan geti dvalið hér á landi meðan dóm­stólar komast að endan­legri niður­stöðu.

Fram kemur í kröfunni að heilsa Safari barnanna sé svo slæm að þau þoli ekki brott­vísun. Þá er sér­stak­lega tekið fram að heilsa Za­inab sé svo slæm að frekari á­föll geti leitt til upp­gjafar hjá henni.

Beiðnin sem lög­maður þeirra, Magnús D. Norð­dahl, sendi var inn í dag er byggð á því að að­stæður hafi breyst og að á­kvörðun sem áður hafi verið tekin hafi verið byggð á ó­full­nægjandi upp­lýsingum.

Bæði Za­inab og Armir Safari hafa undan­farið gengist undir læknis- og lyfja­með­ferð og kemur fram í vott­orði Stein­gerðar að and­leg heilsa Za­inab Safari sé svo slæm að frekari á­föll geti leitt til upp­gjafar hjá henni og að hún þoli engan veginn brott­vísun.

Heilsa Zainab (lengst til vinstri) er sögð svo slæm að hún þoli ekki brottvísun.
Fréttablaðið/Valli

Frekari áföll geti leitt til uppgjafar

Mat Stein­gerðar er að Za­inab þjáist af „al­var­legri á­falla­streitu, al­var­legu þung­lyndi, kvíða og svefn­truflun. Á­falla­streita tengist fyrst og fremst lífs­reynslu í Grikk­landi. Undir­rituð telur að and­lega heilsa hennar sé það slæm að frekari á­föll geti leitt til upp­gjafar hjá henni. Undir­rituð er þeirrar skoðunar að Za­inab þoli engan veginn brott­vísun.“

Þá hefur bróðir hennar, Amir Safari, fengið ýmsar greiningar, þar með talið al­var­legt þung­lyndi, al­var­lega streitu­röskun, mikinn kvíða og al­var­legan svefn­vanda.

Stein­gerður tekur fram í vott­orði sínu að hún telji nauð­syn­legt að börnin fái bæði lyfja­með­ferð og mark­vissa og öfluga sál­fræði­með­ferð, til langs tíma. Sú með­ferð er hafin fyrir bæði börn og segir Stein­gerður að „afar mikil­vægt“ sé fyrir bata­horfur þeirra að með­ferð þeirra verði ekki rofin.

Brottvísun gæti stefnt lífi og heilsu barnanna í hættu

Í kröfu Magnúsar segir að vísa börnunum úr landi við þessar breyttu að­stæður gæti stefnt heilsu þeirra og lífi í hættu. Þar segir svo að kæru­nefnd beri að endur­upp­taka málið og kanna til hlítar þau gögn sem nú hafa verið lögð fram og hvaða á­hrif þau kunni að hafa á niður­stöðu nefndarinnar.

„Líta ber til þess að mál hafa verið endur­upp­tekin hjá nefndinni af minna til­efni en nefndinni ber að gæta jafn­ræðis. Með hlið­sjón af rann­sóknar­reglu stjórn­sýslu­réttar, hags­munum þeim sem í húfi eru í málinu og hvernig þessar nýju upp­lýsingar kunni að breyta niður­stöðu málsins er ljóst að málið verður að endur­upp­taka,“ segir í kröfunni.

Magnús segir að með hlið­sjón af þessum nýju upp­lýsingum og breyttu að­stæður séu skil­yrði sem þurfi að upp­fylla til endur­upp­töku, upp­fyllt. Hann segir að ís­lenskum stjórn­völdum sé ekki stætt á öðru en að endur­upp­taka þetta mál án tafar og koma þannig í veg fyrir brott­vísun fjöl­skyldunnar.

„Brott­vísun á þessu stigi væri í senn ó­mann­úð­leg og í and­stöðu við lög og al­þjóð­legar skuld­bindingar ís­lenskra stjórn­valda,“ segir Magnús.