Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins á Eddunni, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaununum, 2022.

Hann gat þó ekki tekið á móti verðlaunagripnum þegar hátíðin fór fram í Háskólabíói síðustu helgi og tók Þóra Arnórsdóttir við gripnum fyrir hans hönd.

Helgi Seljan fékk loks afhenta Edduna í persónu þegar hann kíkti í myndverið hjá Hringbraut.

„Börnin mín eru öll búin að taka myndir af sér með þessu og setja á snappið,“ útskýrði Þóra.

Hér fyrir neðan má sjá klippuna.