Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, skrifaði í dag undir samning við SÁÁ um að veita börnum sem búa við fíkni­sjúk­dóm að­stand­enda að­gang að sál­fræði­þjónustu sam­takanna en þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­lags­mála­ráðu­neytinu.

Ás­mundur segir að SÁÁ hafi lengi veitt ó­metan­lega þjónustu til þeirra sem glíma við fíkni­vanda en lang­varandi álag og streita sem fylgir þeim vanda hefur sér­stak­lega mikil á­hrif á börn sem að­stand­endur. Þá sé á­lagið sér­stak­lega mikið á tímum CO­VID-19.

Vilja taka betur utan um börn

Að því er kemur fram í til­kynningunni mun ráðu­neytið fjár­magna eina stöðu sál­fræðings, til eins árs. Auk þess munu for­eldrar sem leggjast inn á Vog eða fá göngu­deildar­þjónustu fá kynningu á sál­fræði­þjónustu barna og þeim boðið að skrá börn á aldrinum 8 til 18 ára í þjónustu hjá SÁÁ.

Mark­miðið með samningnum er að hægt verði að bjóða hverju barni upp á allt að átta við­töl hjá sál­fræðingi en þjónustan verðu veitt bæði sam­hliða því sem for­eldrar eru í með­ferð og þegar fjöl­skylda er á nám­skeiði í fjöl­skyldu­deild.

„Þetta skref mun vonandi leiða til þess að okkur sem sam­fé­lagi tekst til fram­búðar að taka betur utan um börn, hjálpa þeim að skilja og takast á við á­hrifin sem þetta hefur á við­komandi,“ segir Ás­mundur um málið.

Mikilvægt skref

Val­gerður Rúnars­dóttir, for­stjóri Sjúkra­hússins á Vogi og fram­kvæmda­stjóri lækninga, og Ingunn Hans­dóttir, yfir­sál­fræðingur SÁÁ, fagna úr­ræðinu. „Það er mjög á­nægju­legt að barna­mála­ráð­herra leggi til í fyrsta sinn opin­bert fé til að tryggja stöðu sál­fræðings fyrir börn hjá SÁÁ,“ segir Ingunn og tekur fram að um mikil­vægt skref sé að ræða.

„Með þessum samningi marka yfir­völd upp­haf að nýrri veg­ferð sem er sam­starf SÁÁ og Fé­lags­mála­ráðu­neytis um ein­staka þjónustu fyrir við­kvæman hóp barna. Mjór er til mikils vísir, og við hlökkum til sam­starfsins til fram­tíðar,“ segir Val­gerður.