Frá og með morgun­deginum 13. janúar verður börnum fæddum 2005 eða síðar skylt að sæta sótt­kví með for­eldri eða for­ráða­manni við komu til landsins. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Heil­brigðis­ráðu­neytinu en nýjar sótt­varna­reglur taka gildi á mið­nætti.

Á­stæða þess er nýr stofn Co­vid-19 sem greindist fyrst í Bret­landi og virðist smitast auð­veldar milli manna.

Í til­kynningunni segir að í minnis­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varna­læknis, komi fram að á síðustu vikum hafi CO­VID-19 far­aldurinn verið í mikilli upp­sveiflu í ná­lægum löndum en á sama tíma verið í lág­marki hér innan­lands.

Aukningu smita er­lendis megi víða rekja að miklu leyti til nýs stofns veirunnar sem greindist fyrst í Bret­landi. Vís­bendingar eru um að stofninn valdi einnig meiri smitum hjá börnum. Til­laga sótt­varna­læknis um að börn sæti sótt­kví byggist á þessu og hefur að mark­miði að sporna við út­breiðslu veirunnar hér á landi.

Reglu­gerðin hefur verið send Stjórnar­tíðindum til birtingar, öðlast gildi 13. janúar og gildir til og með 31. janúar næst­komandi.