Dæmi eru um að foreldrum og aðstandendum sé meinað að fara með ungabörn sín inn í kjörklefann, þau þurfi að bíða fyrir utan á meðan kosið er.

Jóhann Skag­fjörð Magnús­son, fjöl­skyldu­maður og skóla­stjóri, fór að kjósa utan kjör­fundar í gær með þriggja mánaða gamlan son sinn í för. Honum var tjáð á staðnum að sonurinn þyrfti að bíða fyrir utan kjör­klefann á meðan hann fyllti út seðilinn.

„Ég var með son minn í bíl­stólnum, þannig að hann var bara í bíl­stólnum fyrir utan kjör­klefann,“ segir Jóhann. Hann hafi ekki nennt að gera vesen úr þessu á staðnum þar sem sonur hans ró­legur í stólnum á því augna­bliki, hins vegar hafi honum þótt þetta hall­æris­legt. „Ég get í­myndað mér að í ein­hverjum til­fellum sé þetta erfitt fyrir fólk.“

Sig­ríður Kristins­dóttir, sýslu­maður á höfuð­borgar­svæðinu, segir lögin skýr. „Það stendur skýrt í lögunum að þetta eru leyni­legar kosningar, að fólk eigi að kjósa í ein­rúmi. Það eru lögin og þú ert ekki í ein­rúmi þegar þú ert með barn með þér.“

Að­spurð hvort ein­hverjar undan­tekningar séu gerðar segir hún svo ekki vera. Það megi ekkert gerast sem er talið vera á gráu svæði. „Þú verður að vera í ein­rúmi í klefanum. Þannig að þú þarft að gera ráð­stafanir áður en þú kemur ef þú ert með barn. Fá ein­hvern til að koma með þér eða setja barnið í pössun á meðan,“ segir Sig­ríður.

Haf­steinn Einars­son doktors­nemi setti færslu inn á Twitter í dag. Þar segir hann móður sína hafa farið að kjósa utan kjör­fundar fyrr í dag með barna­barni sínu sem ekki sé orðið tveggja ára.

Henni hafi verið tjáð að barnið þyrfti að bíða fyrir utan kjör­klefann. „Skil að það þurfti að fara að bók­staf laganna, en ein­hvers staðar þarf að draga mörkin og láta heil­brigða skyn­semi ráða för,“ segir Haf­steinn