Tvö barna for­seta Ís­lands, Guðna Th. Jóhannes­sonar og Elizu Reid, eru með Co­vid-19. Frá því greinir for­setinn í færslu á Face­book og að hann sjálfur sé veiru­laus, sam­kvæmt niður­stöðu heima­prófs.

Hann segir að þrátt fyrir nei­kvætt heima­próf ætli hann að sýna að­gát og forðast fjöl­menna fundi í dag og á morgun sem hafði verið á­formað að hann tæki þátt í.

„Far­aldrinum er ekki lokið, enn er álag á heil­brigðis­kerfinu og enn kemur fyrir að fólk veikist al­var­lega. Ég hvet fólk til að sinna eigin sótt­vörnum og minni á þessi varnaðar­orð heil­brigðis­ráð­herra frá í gær. Farið vel með ykkur,“ segir Guðni að lokum.