Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra voru rétt tæplega 21.000 einstaklingar í einangrun eða sóttkví föstudaginn 14. janúar, þar af voru um 8.000 börn á aldrinum 0 til 16 ára, eða um 38 prósent af heildarfjölda.

Samkvæmt upplýsingum um fjölda barna í sóttkví eða einangrun í fyrradag, 18. janúar, varð aukning barna í sóttkví/einangrun ekki eins mikil og ætla mætti, þrátt fyrir að um helmingur þeirra 1.383 einstaklinga sem greindist í fyrradag hafi verið yngri en 18 ára, samkvæmt svörum frá Stjórnarrráðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Til samanburðar var hlutfall barna á aldrinum 0 til 16 ára sem voru í sóttkví eða einangrun föstudaginn 14. janúar 7,4 prósent á landsvísu. Í fyrradag, 18. janúar, var hlutfallið 8,5 prósent.