Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir breytingu á lögum um skráningu einstaklinga. 

Í frumvarpinu er veitt heimild til að gefa út kennitölur til andvana fædda barna sem fæðast eftir 22. viku meðgöngu. Með breytingunni öðlast foreldrar þessara barna tiltekin mikilvæg réttindi, svo sem til fæðingarorlofs. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að halda skrá um þessa einstaklinga en einnig í þágu heilbrigðisvísinda.

Þær kennitölur sem úthlutað verður í þessum tilvikum eru svokallaðar kerfiskennitölur en þær verða aðgreindar frá hefðbundnum kennitölum í kerfum þjóðskrár og notaðar af opinberum stofnunum til að veita tiltekna þjónustu.

Fjallað er um kerfiskennitölur í lögum um skráningu einstaklinga, sem tóku gildi um síðustu áramót, en ákvæði um kerfiskennitölur áttu að taka gildi um næstu áramót. Í frumvarpinu er lagt til að gildistöku ákvæðis um kerfiskennitölur verði frestað til 1. maí 2021 til að veita stofnunum ríkisins og atvinnulífinu tækifæri til að aðlagast þessum breytingum.

Það var hlý tilfinning að standa í ræðustól Alþingis í gær og mæla fyrir breytingum á lögum svo börn fædd andvana eftir...

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, 21 October 2020