Andrés Ingi Jóns­son, ó­háður þing­maður og fyrr­verandi þing­maður Vinstri grænna, gerði um­hverfis­mál og mál flótta­fólks að sínum í ræðu sinni á Al­þingi í kvöld.

Benti Andrés meðal annars á að Parísar­samningurinn geri kröfu um að ríkið auki metnað sinn í loft­lags­málum reglu­lega með til­liti til nýjustu vísinda­rann­sókna. Segir hann að komið sé að upp­gjörs­degi. Norð­menn hafi brugðist við í vor með því að hækka sín mark­mið um sam­rátt í losun úr 40 prósentum í 55 prósent.

„Um­hverfis­ráð­herra Ís­lands lét hins vegar í vikunni hafa eftir sér að hér á landi myndu stjórn­völd setja markið hærra á komandi árum. Sam­einuðu þjóðirnar ferðast oft á hraða snigilsins en þarna virðist Ís­land ætli að fara enn hægar yfir.“

Þá vakti Andrés at­hygli á því að á þing­mála­skrá vetrarins væri enn og aftur frum­varp dóms­mála­ráð­herra um að auka skil­virkni í af­greiðslu mála hælis­leit­enda. „Frum­varp um að henda fólki hraðar úr landi,“ segir Andrés.

„Auð­vitað er mikil­vægt að fólk fái niður­stöður sinna mála sem fyrst. Um það erum við öll sam­mála en þegar al­menningur hefur mót­mælt í þágu flótta­fólks er það ekki vegna þess að honum þykir kerfið ó­skil­virkt heldur vegna þess að honum mis­býður ó­mann­úð­legur múrarnir sem hafa verið reistir um Ís­land til að halda fólki úti,“ segir Andrés.

„Börn á flótta eiga að fá að vera hér og dafna en Ís­land vantar líka hrein­lega fleira fólk, inn­flytj­endur af öllum gerðum, til að byggja upp Ís­land fram­tíðarinnar þurfum við ekki múra við landa­mærin. Ís­land er undir­mannaðog áður en fá­menni sam­fé­lagsins fer að verða okkur veru­lega hamlandi, ættum við miklu frekar að setja mark­mið um skyn­sam­legan vöxt með því að taka nýjum Ís­lendingum opnum örmum.

Við gætum gert á­ætlanir um það hvernig við náum að vera milljón talsins, við sem sköpum saman þetta sam­fé­lag hér á Ís­landi. Væri það ekki frá­bært? Væri það ekki á­ætlun um að fylla landið af nýjum tæki­færum og ferskri sín?“