Á­ætlun bresku ríkis­stjórnarinnar um hvernig nýjum samningi við Evrópu­sam­bandið yrði hagað á næstu dögum var hafnað af breska þinginu í kvöld. Boris John­son lagði á­ætlunina fyrir þingið og gerði ráð fyrir að samningurinn yrði af­greiddur fyrir út­göngu Bret­lands úr sam­bandinu, eða á næstu þremur dögum.

John­son hefur gert allt hvað hann getur til að tryggja að Bretar dragi sig úr Evrópu­sam­bandinu fyrir 31. októ­ber. Hann hefur í­trekað lýst því yfir að út­gangan muni eiga sér stað hvort sem samningar nást eða ekki. Út­göngu­samningar náðust þó við ESB í síðustu viku en eru þeir samningar nú upp­námi þar sem at­kvæði voru greidd gegn tíma­á­ætluninni.

Von­brigði og ó­þarfa tafir

„Ég verð að lýsa yfir von­brigðum mínum með að neðri mál­stofan hafi enn og aftur kosið að tefja frekar þá á­ætlun sem hefði tryggt út­göngu Bret­lands þann 31. októ­ber,“ sagði John­son eftir að niður­staða at­kvæða­greiðslunnar lá uppi.

Hann sagði þó að at­kvæða­greiðslan hefði ekki breytt á­formum hans um að yfir­gefa ESB í enda mánaðarins. „Á einn eða annan hátt munum við ganga úr Evrópu­sam­bandinu í með samningnum sem neðri mál­stofan hefur sam­þykkt.“

Jeremy Cor­byn, leið­togi stjórnar­and­stöðunnar, sagði John­son sjálfan bera á­byrgð á eigin ó­förum en sagðist þó vera til­búin að ræða málin ef Boris gæti út­búið skyn­samari tíma­á­ætlun fyrir út­gönguna.